Kína leggur til lög sem myndu takmarka andstöðu Hong Kong Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. maí 2020 14:50 Æðsta ráðgjafarþing Kínverja á sviði stjórnmála kom saman í vikunni. AP Photo/Andy Wong Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram frumvarp um ný öryggislög í Hong Kong sem myndu banna uppreisnaráróður, sjálfstæðisyfirlýsingu héraðsins og landráð. Líklegt er talið að tilraunin verði gagnrýnd alþjóðlega og í Hong Kong sjálfu, þar sem geisuðu margra mánaða mótmæli í fyrra. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að kínverska Alþýðuþingið, sem fer með lagasetningarvaldið í Kína, muni taka frumvarpið fyrir þegar þingið kemur saman á föstudag. Samkvæmt ör-stjórnarskrá Hong Kong þarf sjálfstjórnarhéraðið að innleiða slík öryggislög. Alþýðuþing Kína verður sett á morgun, föstudag, þar sem um þrjú þúsund þingmenn munu koma saman og ræða frumvarpið. Þingið kemur saman aðeins einu sinni á ári í tvær vikur í senn. Hin svokölluðu Grunnlög voru innleidd árið 1997 þegar Bretland skilaði Hong Kong af yfirráðasvæði sínu aftur til Kína en þau tryggja ákveðin grunnréttindi sem eru ekki til staðar á meginlandi Kína. Yfirvöld í Peking hafa alltaf haft völdin til að innleiða öryggislögin í Grunnlögin en hafa ekki beitt þeim völdum hingað til. Hins vegar hafa kosningar til héraðsþings Hong Kong verið boðaðar í september næstkomandi og talið er að ef flokkum sem styðja aukið lýðræði gengur jafn vel og þeim gerði í svæðakosningum í fyrra gæti héraðsþingið tekið upp á því að koma í veg fyrir innleiðingu laga sem eru frá yfirvöldum Kína komin. Heimildarmaður South China Morning Post, fréttamiðils sem staðsettur er í Hong Kong, frá meginlandinu sagði í samtali við blaðið að yfirvöld í Peking hafi ákveðið að Hong Kong væri ekki fært um að innleiða eigin öryggislög og því þyrfti þjóðþingið að taka á sig þá ábyrgð. Á mánudag var fjöldi þingmanna í Hong Kong sem styðja aukið lýðræði dregnir út úr þingsalnum vegna átaka sem brutust út vegna frumvarps til laga um þjóðsöng Kína. Væru lögin samþykkt væri það glæpsamlegt athæfi að sýna kínverska þjóðsöngnum virðingarleysi.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58 Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18 Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Lögreglan sögð hafa fylgt reglum í Hong Kong Innri eftirlitsaðilar lögreglunnar í Hong Kong segja lögregluna ekki hafa stigið út fyrir valdsvið sitt í mótmælunum í borginni í fyrra. 15. maí 2020 15:58
Lam hótar mótmælendum í Hong Kong Carrie Lam, leiðtogi Hong Kong, segir að „eitt ríki, tvö kerfi“ gæti verið við lýði löngu eftir að það rennur formlega út árið 2047. Eingöngu þó ef ungt fólk Hong Kong skemmir það ekki með „tímabundnum misskilningi“. 16. janúar 2020 10:18
Hundruð mótmælenda handtekin í Hong Kong á nýársdag Skipuleggjendur gagnrýna lögreglu fyrir að hafa gefið mótmælendum skamman tíma að láta sig hverfa áður en byrjað var að handtaka fólk. 2. janúar 2020 11:33