Erlent

Ofurfellibylurinn Amphan fór illa með Kolkata

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Kolkata.
Frá Kolkata. Vísir/Getty

Indverska borgin Kolkata er illa leikin eftir að fellibylurinn Amphan gekk þar yfir. Alls hafa 84 látist í Indlandi og Bangladess af völdum byljarins.

Fellibylurinn náði landi í gær í Indlandi. Strandsvæði í Bangladess og austurhluta Indlands hafa komið illa undan ofsaveðrinu sem færist nú norður til Bútan á sama tíma og dregur úr styrk þess.

Alls hafa 84 látið lífið vegna byljarins, í Bangladess og Indlandi. Þúsundir trjáa hafa rifnað upp með rótum, síma- og rafmagnslínur slitnað og möstur fallið til jarðar. Þá flæðir mikið vatn yfir vegi víðs vegar á svæðinu og heimili fjórtán milljóna manna eru nú án rafmagns.

Amphan er fyrsti svokallaði „ofurbylurinn“ til þess að ganga yfir Bengalflóa sóðan árið 1999.

Aðgerðir sem gripið hefur verið til til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar hafa gert björgunarstarf og rýmingu hættusvæða erfiðari en annars hefði verið. Þá hefur ekki verið hægt að nýta neyðarskýli til fulls vegna smithættu sem skapast þegar margir koma saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×