Neymar skoraði og fiskaði rautt er PSG komst áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 11. mars 2020 22:00 Neymar fagnar marki gegn Dortmund. PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Dortmund og Frakkarnir þurfti því sigur í síðari leiknum í kvöld. Kylian Mbappe mátti sætta sig við það að byrja á bekknum en hann hefur verið veikur að undanförnu. Neymar kom PSG yfir á 28. mínútu er hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks tvöfaldaði Juan Bernat forystuna eftir laglegt samspil. Dortmund gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en allt sauð upp úr á 90. mínútu. Neymar og Emre Can lentu þá saman sem endaði með því að Neymar féll og Emre Can fékk að líta rauða spjaldið. PSG komið áfram í 8-liða úrslitin en Dortmund situr eftir með sárt ennið. Meistaradeild Evrópu
PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Fyrri leiknum lauk með 2-1 sigri Dortmund og Frakkarnir þurfti því sigur í síðari leiknum í kvöld. Kylian Mbappe mátti sætta sig við það að byrja á bekknum en hann hefur verið veikur að undanförnu. Neymar kom PSG yfir á 28. mínútu er hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu og á síðustu mínútu fyrri hálfleiks tvöfaldaði Juan Bernat forystuna eftir laglegt samspil. Dortmund gerðu allt hvað þeir gátu til þess að jafna metin en allt sauð upp úr á 90. mínútu. Neymar og Emre Can lentu þá saman sem endaði með því að Neymar féll og Emre Can fékk að líta rauða spjaldið. PSG komið áfram í 8-liða úrslitin en Dortmund situr eftir með sárt ennið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti