Játa sök í háskólasvikamyllumálinu Sylvía Hall skrifar 21. maí 2020 17:36 Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli. Vísir/Getty Leikkonan Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli, eiginmaður hennar, munu játa sök í hinu svokallaða háskólasvikamyllumáli. Hjónin voru á meðal fimmtíu annarra sem voru ákærð fyrir að taka þátt í svikum til þess að koma börnum sínum í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Á síðasta ári var leikkonan Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna málsins, en leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum. Var hún ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkur á að hún kæmist inn í betri skóla. Laughlin og eiginmaður hennar höfðu upphaflega ætlað að neita sök í málinu en á vef BBC segir að þau hafi nú samþykkt samkomulag sem kveður á um fangelsisvist, sekt og samfélagsþjónustu. Laughlin mun samkvæmt samkomulaginu afplána tveggja mánaða fangelsisdóm og greiða 150 þúsund Bandaríkjadali í sekt og maður hennar fimm mánaða fangelsisdóm og greiða sekt upp á 250 þúsund Bandaríkjadali. Hjónin eru sökuð um að hafa borgað 500 þúsund dali til þess að koma dætrum sínum inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu. Upphæðin samsvarar tæplega 72 milljónum íslenskra króna á núverandi gegni. Með játningu hjónanna hafa nú 24 játað sök í málinu. Að sögn saksóknara í Massachusetts er unnið að því að ljúka málinu og vona yfirvöld að sem flestir verði dregnir til ábyrgðar fyrir þátttöku sína í málinu. Bandaríkin Tengdar fréttir Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Leikkonan Lori Laughlin og Mossimo Giuannulli, eiginmaður hennar, munu játa sök í hinu svokallaða háskólasvikamyllumáli. Hjónin voru á meðal fimmtíu annarra sem voru ákærð fyrir að taka þátt í svikum til þess að koma börnum sínum í nokkra virtustu háskóla Bandaríkjanna. Á síðasta ári var leikkonan Felicity Huffman dæmd í fjórtán daga fangelsi vegna málsins, en leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í þáttunum Aðþrengdum eiginkonum. Var hún ákærð fyrir að hafa greitt fimmtán þúsund Bandaríkjadali fyrir að láta leiðrétta á laun svör dóttur sinnar á inntökuprófi til að auka líkur á að hún kæmist inn í betri skóla. Laughlin og eiginmaður hennar höfðu upphaflega ætlað að neita sök í málinu en á vef BBC segir að þau hafi nú samþykkt samkomulag sem kveður á um fangelsisvist, sekt og samfélagsþjónustu. Laughlin mun samkvæmt samkomulaginu afplána tveggja mánaða fangelsisdóm og greiða 150 þúsund Bandaríkjadali í sekt og maður hennar fimm mánaða fangelsisdóm og greiða sekt upp á 250 þúsund Bandaríkjadali. Hjónin eru sökuð um að hafa borgað 500 þúsund dali til þess að koma dætrum sínum inn í Háskólann í Suður-Kaliforníu. Upphæðin samsvarar tæplega 72 milljónum íslenskra króna á núverandi gegni. Með játningu hjónanna hafa nú 24 játað sök í málinu. Að sögn saksóknara í Massachusetts er unnið að því að ljúka málinu og vona yfirvöld að sem flestir verði dregnir til ábyrgðar fyrir þátttöku sína í málinu.
Bandaríkin Tengdar fréttir Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Sjá meira
Dómarabréf til stuðnings Huffman varpa nýju ljósi á illdeilur Aðþrengdu eiginkvennanna Bandaríska leikkonan Eva Longoria, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Aðþrengdum eiginkonum (e. Desperate Housewives), segir Felicity Huffman, meðleikkonu sína í þáttunum, hafa tekið upp hanskann fyrir sig á tökustað þáttanna, þar sem eineltisseggur úr leikaraliðinu hafi ráðið ríkjum. 8. september 2019 11:36