Innlent

69 starfsmenn Landspítala nú í sóttkví

Hrund Þórsdóttir skrifar
69 starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og 9 í einangrun.
69 starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví og 9 í einangrun.

69 starfsmenn Landspítalans eru nú í sóttkví en þeir voru 40 í gær. Þá eru 9 starfsmenn spítalans í einangrun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttanefnd Landspítalans, á heimasíðu hans.

Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, sagði í gær að þessi fjöldi starfsmanna í sóttkví hefði skiljanlega áhrif á starfsemi spítalans og nú hafa 29 bæst við. Páll sagði þó einnig í gær að von væri á nokkrum starfsmönnum úr sóttkví og til vinnu á næstu dögum.

Engir sjúklingar liggja nú inni á spítalanum vegna COVID-19 veikinda en fjórir hafa verið lagðir inn í sóttkví. 21 skurðaðgerð var frestað á spítalanum í gær vegna sóttkvíar eða einangrunar starfsmanna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×