Enn sem komið er standa öll plön varðandi Eurovision Stefán Árni Pálsson skrifar 11. mars 2020 15:33 Felix Bergsson í Tel Aviv á síðasta ári þar sem Eurovision-keppnin fór fram og Hatari steig á sviðið sem framlag Íslands. vísir/kolbeinn tumi „Flottur fundur fararstjóra í Eurovision (Heads of Delegations) í Rotterdam. Það er mikill vinafundur enda höfum við mörg unnið í Eurovision í nokkur ár,“ segir Felix Bergsson í færslu á Facebook en hann verður fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Rotterdam í maí. Felix og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska atriðisins, hafa verið síðustu daga á fundum ytra vegna Eurovision. Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og Ísraelsmenn. „Hollendingar tóku ákaflega vel á móti okkur sem mættum og Rotterdam sýndi sínar bestu hliðar. Gríðarlega spennandi suðupottur sem gaman verður að kynnast betur.“ Flottasta húsið Felix og Rúnar hittu sjálfboðaliðana sem ætla að vinna með þeim í keppninni. „Svona viðburður byggir á gríðarlega þéttu neti sjálfboðaliða sem skipta hundruðum. Hollenska þjóðin er algjörlega með í þessu gestaboði og sjálfboðaliðarnir okkar æðisleg. Við skoðuðum tónleikahöllina Ahoy sem er hreinlega flottasta hús fyrir þennan viðburð sem ég hef séð. Og hönnun á sviðinu, ljós og tækni almennt er geggjuð. Allar leiðir innanhúss eru stuttar og almenningssamgöngur með besta móti. Fullkomið,“ skrifar Felix. Hann segir að fundurinn sjálfur hafi verið mjög vel skipulagður. „Og troðfullur af upplýsingum sem ég ber heim til okkar fólks á RÚV. Ástandið vegna Covid 19 var auðvitað rætt en við treystum yfirvöldum og skipuleggjendum til að taka púlsinn á þeim málum og í augnablikinu er ekki verið að breyta plönum. Stefnan er enn sú sama - að gera magnað show sem gleður áhorfendur í Evrópu og út um allan heim. Við enduðum svo í matarboði borgarstjóra í ráðhúsi borgarinnar og fengum ljúffengt grænmetisfæði. Skemmtiatriðin voru stórkostleg og framkvæmd af nemendum í listaháskóla borgarinnar. Það var ákaflega vel til fundið.“ Eurovision Wuhan-veiran Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira
„Flottur fundur fararstjóra í Eurovision (Heads of Delegations) í Rotterdam. Það er mikill vinafundur enda höfum við mörg unnið í Eurovision í nokkur ár,“ segir Felix Bergsson í færslu á Facebook en hann verður fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins í Rotterdam í maí. Felix og Rúnar Freyr Gíslason, fjölmiðlafulltrúi íslenska atriðisins, hafa verið síðustu daga á fundum ytra vegna Eurovision. Sendinefndirnar funduðu í upphafi vikunnar í Rotterdam og lögðu línurnar fyrir komandi Eurovision-keppni sem hefst eftir rétt rúma tvo mánuði. Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar héldu nokkrar þjóðir sig heima en fylgdust þess í stað með gangi mála í gegnum fjarfundabúnað; eins og Grikkir, Svíar og Ísraelsmenn. „Hollendingar tóku ákaflega vel á móti okkur sem mættum og Rotterdam sýndi sínar bestu hliðar. Gríðarlega spennandi suðupottur sem gaman verður að kynnast betur.“ Flottasta húsið Felix og Rúnar hittu sjálfboðaliðana sem ætla að vinna með þeim í keppninni. „Svona viðburður byggir á gríðarlega þéttu neti sjálfboðaliða sem skipta hundruðum. Hollenska þjóðin er algjörlega með í þessu gestaboði og sjálfboðaliðarnir okkar æðisleg. Við skoðuðum tónleikahöllina Ahoy sem er hreinlega flottasta hús fyrir þennan viðburð sem ég hef séð. Og hönnun á sviðinu, ljós og tækni almennt er geggjuð. Allar leiðir innanhúss eru stuttar og almenningssamgöngur með besta móti. Fullkomið,“ skrifar Felix. Hann segir að fundurinn sjálfur hafi verið mjög vel skipulagður. „Og troðfullur af upplýsingum sem ég ber heim til okkar fólks á RÚV. Ástandið vegna Covid 19 var auðvitað rætt en við treystum yfirvöldum og skipuleggjendum til að taka púlsinn á þeim málum og í augnablikinu er ekki verið að breyta plönum. Stefnan er enn sú sama - að gera magnað show sem gleður áhorfendur í Evrópu og út um allan heim. Við enduðum svo í matarboði borgarstjóra í ráðhúsi borgarinnar og fengum ljúffengt grænmetisfæði. Skemmtiatriðin voru stórkostleg og framkvæmd af nemendum í listaháskóla borgarinnar. Það var ákaflega vel til fundið.“
Eurovision Wuhan-veiran Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sjá meira