Herða takmörk um geislun frá snjallsímum fyrir 5G-væðingu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2020 16:49 Ríki heims búa sig nú undir næstu kynslóð þráðlausra samskipta sem hefur verið nefnd 5G. Hún á að bjóða upp á stóraukinn hraða fyrir snjalltæki sem tengjast þráðlausri farnetstengingu sem jafnast á við ljósleiðaratengingu. Vísir/Getty Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina. Tækni Fjarskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi krabbameini eða öðrum sjúkdómum í mönnum en reglur um geislun frá snjallsímum verða engu að síður hertar aðeins samkvæmt nýjum alþjóðlegum reglum sem vísindamenn leggja til. Núverandi 5G-tæki eru nú þegar innan þeirra marka um geislun sem lögð eru til. Alþjóðageislavarnaráðið (ICNIRP) leggur nú til fyrstu uppfærsluna á reglum um styrk geislunar frá farsímaneti, þráðlausu neti og Bluetooth-tengingu frá árinu 1998. Það leggur til að reglur verði hertar aðeins áður en 5G-tæknin hefur innreið sína af fullum krafti. Nýju reglurnar hafa ekki áhrif á 5G-fjarskiptamöstur heldur snjallsímana sjálfa þegar þeir tengjast 5G-neti. Þeir snjallsímar sem þegar styðja 5G-tæknina eru sagðir senda frá sér geislun innan nýju markanna og sömuleiðis þeir símar sem framleiðendur eru með á teikniborðinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þráðlausa fjarskiptatæknin sem kennd hefur verið við 5G skilar mun hraðari gagnaflutningum en eru mögulegir með eldri tækni. Hún er keyrð á hærri tíðni en núverandi kynslóð farsímasenda og er því skammdrægari. Vísindamenn ICNIRP hafa lagst yfir vísindarannsóknar á áhrifum rafsegulsviðs á heilsu manna undanfarin ár. Engar vísbendingar eru um að farsímanet valdi mönnum heilsuskaða. „Við höfum líka íhugað allar aðrar tegundir áhrifa, til dæmis hvort að útvarpsbylgjur geti leitt til myndunar krabbameins í mannslíkamanum. Við komumst að því að það eru ekki nægjanlegar vísindalegar sannanir til að álykta að slík áhrif séu til staðar,“ segir Eric van Rongen, formaður ICNIRP. 5G-farsímasendir í Kína. Fleiri slíka senda þarf en fyrir eldri kynslóðir fjarskiptatækni þar sem 5G-merkið er skammdrægara.Vísir/Getty Geislun langt innan leyfilegra marka Ýmsir hópar hafa haldið því gagnstæða fram og barist fyrir enn strangari reglum vegna 5G-tækninnar. Rannsóknir fjarskiptastofnunar Bretlands á 5G-farsímasendum leiddu í ljós að geislun væri langt innan leyfilegra marka. Þar sem geislunin mældist mest hafi hún aðeins náð 1,5% af leyfilegum mörkum. Áhyggjur af meintum skaðlegum áhrifum geislunar frá 5G-fjarskiptum eru meðal annars raktar til gallaðrar rannsóknar sem gerð var í Bandaríkjunum sem átti að sýna að heili fólks yrði fyrir meiri geislun eftir því sem tíðni þráðlausa merkisins ykist. Sérfræðingar segja að áhrifin séu þveröfug. Útvarpsbylgjur verði þannig öruggari eftir því sem tíðni þeirra verður hærri, að því er sagði í umfjöllun New York Times í fyrra. Sjá einnig: Erfiðara gæti orðið að spá fyrir um lægðir vegna 5G-væðingar Veðurfræðingar hafa aftur á móti lýst áhyggjum af því því að merki frá 5G-farsímasendum geti truflað mælingar gervihnatta á vatnsgufu í lofthjúpi jarðar og þar með torveldað veðurathuganir og spár. Hafa samtök vísindamanna óskað eftir því að tekið verði tillit til þeirra áhyggna þegar yfirvöld úthluta tíðnisviði fyrir 5G-tæknina.
Tækni Fjarskipti Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira