Boxarinn Amir Khan hefur lítinn sem engan áhuga á því að berjast í bakgarðinum hjá Eddie Hearn og mun bíða þangað til að hann getur barist fyrir framan áhorfendur.
Fyrrum heimsmeistarinn hefur ekki barist síðan hann vann sigur á Billy Dib í Sádi-Arabíu á síðasta ári en hann er talinn tilbúinn að bíða enn lengur eftir bardaga vegna kórónuveirunnar því ekki vill hann slást fyrir framan enga áhorfendur.
Eddie Hearn er breskur áhrifavaldur sem hefur boðist til þess að hýsa boxbardaga í garðinum hjá sér og er talið að Dillian Whyte og Alexander Povetkin munu berjast þar í júní er box á Bretlandseyjum fær aftur grænt ljós frá stjórnvöldum.
„Að berjast þegar þetta ert bara þú, mótherjinn og dómarinn í tómri höll er það ekki sama. Tóm höll mun ekki koma mér í gírinn og ég mun bíða þangað til að þær orðið fullar á ný,“ sagði hann við Mirror Fighting.
„Ég held mér uppteknum, æfi hér og þar svo ég held að þetta verði ekki vandamál þegar ég sný aftur. Hvernig munu boxararnir komast í gírinn? Ég gæti ekki gert það en kannski geta aðrir gert það.“