Ákall um aukinn jöfnuð Logi Einarsson skrifar 25. febrúar 2020 09:00 Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Logi Einarsson Verkföll 2020 Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Harka hefur færst í kjarabaráttu í landinu. Hátt í tvö þúsund einstaklingar hafa lagt niður störf hjá Reykjavíkurborg - og stefnir í tuttugu þúsund manna verkfall hjá hinu opinbera í mars. Krafan um aukinn jöfnuð - um ásættanleg lífskjör fyrir alla landsmenn – verður sífellt háværari. Það er sama hvað formaður Sjálfstæðisflokksins tönnlast á kaupmáttaraukningu og stöðugleika, það vita allir sem vilja vita að fólk dregur ekki - eða í besta falli varla - fram lífið af lægstu launum sem greidd eru á Íslandi. Markvisst hefur verið grafið undan jöfnunartækjum hins opinbera - barnabætur eru orðnar að nokkurs konar fátæktarhjálp og vaxtabætur heyra sögunni til. Önnur augljós staðreynd er að þau sem sjá um umönnum sjúkra, aldraðra, fatlaðra og kennslu barna fá langtum lægri laun en boðlegt er. Og það er réttmæt og tímabær krafa að þessi störf, sem konur sinna að langmestu leyti, séu metin að verðleikum. Þessi störf eru að miklu leyti á forsjá sveitarfélaga. Þau eru unnin á hjúkrunarheimilum, í leik- og grunnskólum og í félagslega kerfinu. Við þurfum kerfisbreytingu - en tekjur sveitarfélaga standa illa undir henni því sveitarfélög hafa takmarkaðar leiðir til að afla tekna. Ekki fá sveitarfélögin hluta gistináttagjalds fyrir gistingu innan þeirra, eða hluta fjármagnstekna sem verða til í landinu, þrátt fyrir að þau sem afli þeirra nýti vissulega þjónustu sveitarfélaganna. Það er eitt af hlutverkum Alþingis að tryggja að sveitarfélög hafi burði til þess að standa undir breytingu á uppbyggingu launa og vinna með þeim og verkalýðshreyfingunni að nýrri nálgun á umönnunarstörf - hvort sem þau eru unnin hjá ríkinu, borginni eða öðrum sveitarfélögum landsins. Verkalýðshreyfingin og vinstri vængur stjórnmálanna deila hér markmiðum og sýn, og við verðum að vinna að henni saman. Tölum hispurslaust um skattkerfisbreytingar, endurskoðun barnabótakerfisins, róttækar aðgerðir í húsnæðismálum og tekjur af auðlindum samfélagsins. Það er eina leiðin til þess að jafna lífskjör, byggja upp réttlátt þjóðfélag og auka traust. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun