Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna Kolbeinn Tumi Daðason og Stefán Ó. Jónsson skrifa 12. mars 2020 01:25 Trump vill koma í veg fyrir að smit berist frá Evrópu vestur um haf. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Trump kynnti í kvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Þetta kom fram í ávarpi hans úr Hvíta húsinu í kvöld. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump sagði að aðgerðirnar, sem hann lýsti sem hörðum en nauðsynlegum, myndu gilda um allar Evrópuþjóðir nema Bretland. 460 smit hafa greinst í Bretlandi. 1135 smit hafa greinst í Bandaríkjunum og 38 látist, þar af 24 í Washington-ríki á norðvesturströndinni. Samkomur hafa verið bannaðar í fjölmörgum sýslum í ríkinu. Trump hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja tillögur um lækkun skatta til þess að lágmarka áhrif kórónuveirunnar á efnahag Bandaríkjanna. Ferðabann Trump mun hins vegar ekki hafa áhrif á vöruflutninga. Þá stappaði Trump stálinu í Bandaríkjamenn og sagði fólk verða að standa saman á þessum tímum og leggja pólitík til hliðar. Ávarp Trump má sjá hér að neðan. Wuhan-veiran Bandaríkin Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt umfangsmiklar aðgerðir í þeim tilgangi að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Trump kynnti í kvöld ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag. Bannið nær til allra erlendra ríkisborgara sem hafa verið á Schengen-svæðinu, Íslandi þar með töldu, síðustu 14 daga. Þetta kom fram í ávarpi hans úr Hvíta húsinu í kvöld. Bandarískum ríkisborgurum og fjölskyldum þeirra verður áfram hleypt til Bandaríkjanna, rétt eins og þeim sem eru þar með fasta skráða búsetu. Þau munu þó þurfa að undirgangast skoðun við komuna til landsins og að líkindum þurfa að sæta sóttkví í tvær vikur, eins og ferðalangar frá Kína þurfa að gera í dag. Trump sagði að aðgerðirnar, sem hann lýsti sem hörðum en nauðsynlegum, myndu gilda um allar Evrópuþjóðir nema Bretland. 460 smit hafa greinst í Bretlandi. 1135 smit hafa greinst í Bandaríkjunum og 38 látist, þar af 24 í Washington-ríki á norðvesturströndinni. Samkomur hafa verið bannaðar í fjölmörgum sýslum í ríkinu. Trump hvatti bandaríska þingið til þess að samþykkja tillögur um lækkun skatta til þess að lágmarka áhrif kórónuveirunnar á efnahag Bandaríkjanna. Ferðabann Trump mun hins vegar ekki hafa áhrif á vöruflutninga. Þá stappaði Trump stálinu í Bandaríkjamenn og sagði fólk verða að standa saman á þessum tímum og leggja pólitík til hliðar. Ávarp Trump má sjá hér að neðan.
Wuhan-veiran Bandaríkin Fréttir af flugi Donald Trump Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira