Litla grá og Litla hvít tilbúnar að flytja í Klettsvík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 23. maí 2020 08:00 Mjaldrasysturnar sýna börnum sérstaka athylgi. Vísir/Jóhann K. Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K. Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Mjaldrasysturnar tvær, Litla Grá og Litla Hvít flytja í varanleg heimkynni sín í Klettsvík í Vestmannaeyjum í júní. Aðlögun dýranna að kaldari sjó hefur gengið vel. Systurnar eru ólmar í athygli sem sýnir sig best þegar gesti ber að garði. Tæpt ár er síðan mjaldrasysturnar komu með miklum tilkostnaði til Íslands með löngu flugi frá Sjanghæ. Frá komunni hingað til lands hafa þær dvalið í sérútbúinni umönnunarlaug í Vestmannaeyjum, þar sem þær hafa undirbúið sig fyrir dvölina í sjókvínni í Klettsvík, sem tók lengri tíma en áætlað var. „Litlu Hvít og Litlu Grá gengur mjög vel. Þær aðlagast mjög vel lífinu hér í Vestmannaeyjum. Þær venjast vel svalari vatnshita. Hitinn hefur verið lækkaður úr 15 gráðum í átta. Þær éta vel og þær verða tilbúnar að flytja út í Klettsvík í júní,“ segir Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum. Rúmt verður um mjaldrana í Klettsvík Litla Grá og Litla hvít eru fyrstu mjaldrarnir sem komið er fyrir á griðasvæði en tegundin er talin í útrýmingarhættu. Þær voru áður sýningardýr í skemmtigarði í ellefu ár. Í Klettsvík fá systurnar 32.000 fermetra svæði til að synda um í. „Þær verða í sjókví í fyrstu til að tryggja að þær aðlagist opnu sjávarumhverfi og við getum fylgst með heilsu þeirra og fóðrað þær. Og svo með tímanum, hver veit? Það er fiskur þarna úti. Kannski fara þær að veiða fisk en við ætlum að hugsa um þær það sem þær eiga eftir ólifað og það gætu vel verið 30 ár í viðbót,“ segir Audrey. Audrey Padgett, framkvæmdastjóri Gestastofu Sea Life Trust í Vestmannaeyjum.Vísir/Jóhann K. Elska að fá gesti í heimsókn Litla hvít og Litla grá elska athygli og iðulega þegar gesti ber að garði taka þær á mót þeim. „Þær eru mjög forvitnar. Þær eru hændar að umsjónarfólkinu og tilteknu fólki og þær sýna fólki mikinn áhuga við gluggann og koma og horfa á það og þær virðast sérstaklega heillast af börnum,“ segir Audrey. Mjaldrasysturnar Litla grá og Litla hvít elska að fá gesti í heimsókn í Gestastofu Sea Life Trust. Þar geta gestir kíkt á þær systur í gegnum gluggaVísir/Jóhann K.
Mjaldrar í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira