Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2020 14:00 Neymar fagnar sigri út á vellinum í gærkvöldi. Getty/UEFA Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. Paris Saint Germain er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að liðið sló Borussia Dortmund út í gærkvöldi. Leikmenn franska liðsins voru uppteknir við að senda norska framherjanum Erling Braut Håland skilaboð. Norðmaðurinn Erling Braut Håland skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Dortmund í fyrri leiknum í Þýskalandi. Håland fagnar oft mörkunum sínum með því að setjast á rassinn og þykjast vera að hugleiða. Það var greinilegt að sá norski fór eitthvað í taugarnar á frönsku stórstjörnunum því voru mjög uppteknir af því að senda honum skilaboð, fyrst fagnaði Neymar eins og hann og þá þóttust þeir allir fagna eins og Håland í klefanum eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. #psg had a message for Erling Haaland https://t.co/VxSbVqoxGC pic.twitter.com/SMfpkj7rIv— Match of the Day (@BBCMOTD) March 12, 2020 Það var einnig augljóst að leikmenn Paris Saint Germain liðsins mættu hungraðir og tilbúnir í þennan leik. Þeir ætluðu sér að komast loksins í gegnum sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og það tókst. Parísarliðið vann 2-0 sigur í seinni leiknum á Parc des Princes í gær þar sem Neymar og bakvörðurinn Bernat skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum. PSG-liðið var búið að tapa í sextán liða úrslitunum þrjú undanfarin tímabil en liðið komst síðast í átta liða úrslitin vorið 2016. Mögnuðu Meistaradeildartímabili hjá Erling Braut Håland er nú lokið en hann skoraði 10 mörk í átta leikjum á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni, fyrst fyrir Red Bull Salzburg og svo fyrir Borussia Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira
Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. Paris Saint Germain er komið áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að liðið sló Borussia Dortmund út í gærkvöldi. Leikmenn franska liðsins voru uppteknir við að senda norska framherjanum Erling Braut Håland skilaboð. Norðmaðurinn Erling Braut Håland skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri Dortmund í fyrri leiknum í Þýskalandi. Håland fagnar oft mörkunum sínum með því að setjast á rassinn og þykjast vera að hugleiða. Það var greinilegt að sá norski fór eitthvað í taugarnar á frönsku stórstjörnunum því voru mjög uppteknir af því að senda honum skilaboð, fyrst fagnaði Neymar eins og hann og þá þóttust þeir allir fagna eins og Håland í klefanum eftir leik eins og sjá má hér fyrir neðan. #psg had a message for Erling Haaland https://t.co/VxSbVqoxGC pic.twitter.com/SMfpkj7rIv— Match of the Day (@BBCMOTD) March 12, 2020 Það var einnig augljóst að leikmenn Paris Saint Germain liðsins mættu hungraðir og tilbúnir í þennan leik. Þeir ætluðu sér að komast loksins í gegnum sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar og það tókst. Parísarliðið vann 2-0 sigur í seinni leiknum á Parc des Princes í gær þar sem Neymar og bakvörðurinn Bernat skoruðu mörkin í fyrri hálfleiknum. PSG-liðið var búið að tapa í sextán liða úrslitunum þrjú undanfarin tímabil en liðið komst síðast í átta liða úrslitin vorið 2016. Mögnuðu Meistaradeildartímabili hjá Erling Braut Håland er nú lokið en hann skoraði 10 mörk í átta leikjum á sínu fyrsta tímabili í Meistaradeildinni, fyrst fyrir Red Bull Salzburg og svo fyrir Borussia Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Sjá meira