„Forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2020 10:57 Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri. Vísir/Birgir Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“ Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson, ferðamálastjóri, segir að ferðabann til Evrópu sem Donald Trump, Bandaríkjaforseti, setti á í nótt og gildir næstu fjórar vikur sé högg fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Hins vegar sé þetta aðgerð sem sé ekki til mjög langs tíma þannig að menn verði að gera ráð fyrir því að þetta jafni sig nú á árinu. „Fókusinn verður að vera á því að við munum nú ná okkur upp úr þessu í vor og það er það sem skiptir mestu máli. Auðvitað stoppa komur bandarískra ferðamanna næstu fjórar vikurnar en þetta er sá tími ársins sem ferðalög hafa verið frekar umfangslítil almennt þannig að það er kannski einhver huggun í því,“ segir Skarphéðinn í samtali við Vísi. Hann segir apríl klárlega vera fremur slakan mánuð almennt þegar kemur að ferðaþjónustunni. „Auðvitað er þetta högg og auðvitað er þetta vont fyrir ferðaþjónustuna en það verður að líta á það í því samhengi að þetta er ekki háönn,“ segir hann. Hann segir enga spurningu um það að þessar aðgerðir bandarískra yfirvalda séu alvarlegt mál en fókusinn nú verði að vera á það að vinna sig út úr þessu. „Og áherslan á að passa upp á bókanir sumarsins að þær haldi sér og fjölgi því það er sá árstími sem er mikilvægastur fyrir ferðaþjónustuna.“ Skarphéðinn segir að undanfarið hafi þetta fyrst og fremst verið þannig í ferðaþjónustunni að bókanir séu ekki að berast vegna óvissunar sem heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur skapað. „Auðvitað eru einhverjar afbókanir en alvarleikinn liggur fyrst og fremst í því að bókanir eru ekki að berast, það er ekki að bætast við fyrir sumarið en þetta er tímabil sem menn gera ekki ráð fyrir að vari ekki nema í nokkrar vikur þannig að fyrir sumarið ætti þetta að vera farið að jafna sig þannig að menn gera ráð fyrir að ferðamenn skili sér í sumar,“ segir Skarphéðinn. Spurður út í aðgerðir sem stjórnvöld kynntu í vikunni og miða að því að fjölga ferðamönnum hingað til lands og hvetja Íslendinga til ferða innanlands og hvenær þær geti hafist segir Skarphéðinn að slík átök verði af fara af stað á réttum tíma þegar markaðir séu móttækilegir fyrir slíkum skilaboðum. „Það er engin ástæða til að fara af stað með það á meðan sú óvissa sem núna er í gangi á meðan hún er til staðar, sérstaklega á erlendum mörkuðum, það eru margar ferðamannaþjóðir sem halda að sér höndum á meðan og það er forgangsmál að láta þennan tíma líða og að skaðinn verði sem minnstur á meðan á því stendur. Þetta er allt öðruvísi krísa í ferðaþjónustu en í kjölfar efnahagskreppunnar 2008 eða við slíkar kringumstæður, þetta á að jafna sig fremur hratt þegar að því kemur.“
Wuhan-veiran Ferðamennska á Íslandi Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira