Hvetja gesti Stockfish Film Festival til að spara faðmlögin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. mars 2020 13:00 Stockfish Film Festival hefst í dag í Bíó Paradís. „Þar til stjórnvöld leggja blátt samkomubann höldum við okkar striki,“ segir Elín Arnar upplýsingafulltrúi Stockfish Film Festival sem hefst í dag. Þetta er í sjötta skipti sem kvikmyndahátíðin er haldin. Stockfish Film Festival & Industry Days er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin fer fram dagana 12. til 22. mars. „Við höfum aldrei upplifað eins mikinn áhuga fyrir hátíðinni eins og í ár og eins og staðan er núna hefur einungis einn gestur afboðað komu sína vegna Corona. Það var heiðursgesturinn okkar Udo Kier sem leikur í tveimur myndum sem sýndar verða á hátíðinni. Sem lítil hátíð þá höldum við ótrauð áfram þar til annað kemur í ljós. Við erum í rauninni bara eins og hin bíóin nema minni. Við hvetjum gesti til að spara faðmlögin og handaböndin í ár en vera óspart á handþvottinn og höfum sent frá okkur tilkynningu þess efnis. Að sjálfsögðu fylgjumst við með gangi mála og munum fara eftir öllum tilmælum frá Landlækni,“ útskýrir Elín. Í tilefni af hátíðinni fengum við nokkra einstaklinga til þess að segja hvaða myndir vekja mestan áhuga hjá þeim á hátíðinni í ár. Allir þrír nefndu myndina Color Out of Space en sýnishorn úr myndinni má finna í spilaranum hér að neðan. Sýningardagskrá Stockfish Film Festival má nálgast í heild sinni á vef hátíðarinnar. Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem listamaðurinn Sjón „Ég hef beðið eftir því að sjá „Bacurau“ frá því að ég las um hana í fréttum frá Cannes í fyrra. Í henni hverfur útnáraþorp í Brasilíu af landakortinu með þeim afleiðingum að mörk veruleikans sundrast og leikstjórarnir leyfa sér að fara með söguna út yfir öll mörk kvikmyndalistarinnar. Stórleikararnir Sonia Braga og Udo Kier tryggja gæðin. Miðað við stikluna fyrir „Color Out Of Space“ virðist Nicolas Cage enn vera í banastuðinu sem hann komst í þegar hann lék í „Mandy“ fyrir tveimur árum. Hér fer hann á límingunum í hryllingssögu eftir H. P. Lovecraft undir stjórn Richard Stanley sem gerði róbótamyndina ódauðlegu „Hardware“ árið 1990. Þetta er litasprengjusýrublanda sem getur ekki klikkað. „Monos“ hef ég séð áður og hún er ein af þeim myndum sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Þessi saga af hópi mexíkóskra skógarskæruliða á unglingsaldri sem hafa það verkefni að gæta konu í gíslingu er myndrænt listaverk sem kallast á við frumskógarmyndir Werners Herzog. Mögnuð tónlist Micah Levi kórónar svo upplifunina.“ Svavar KnúturAðsend mynd Svavar Knútur Kristjánsson, tónlistarmaður „Colour out of Space Ég er nokkurn veginn jafn veikur fyrir H.P. Lovecraft og Nicholas Cage á nákvæmlega sömu forsendum. Það er eitthvað sem á sama tíma er ómótstæðilegt og síðan svo tryllingslega stórfurðulegt við þá báða. Ég er viss um að ég verð fyrir vonbrigðum, en ég er nokkuð viss um að það verður fullkomlega þess virði líka. Það er það skemmtilega við bæði Lovecraft og Cage. Jafnvel þegar þeir eru skelfilegir eru þeir eitthvað svo æðislegir samt. The Painted Bird Það er eitthvað við sögur af lífsbjargarviðleitni mannsins á verstu stundum og hvað það dregur fram í fólkinu í kringum okkur sem heillar mig. Bæði það fallegasta og ljótasta í manninum kemur fram í þessum sögum og einhvers staðar þar á milli liggur síðan veruleikinn okkar á hverjum degi. Það er afar áhugavert að skoða þessi mörk. And then we danced Það eru svæði í heiminum sem við hreinlega skiljum ekki nógu vel af því við höfum lítinn aðgang að sögum þeirra, ljóðum og svipmyndum úr lífi þeirra. Saga af georgískum listdönsurum getur án efa gefið okkur hellings innsæi inn í menningu og lífssýn fólks í þessum heimshluta. Það heillar mig.“ Hrönn SveinsdóttirAðsend mynd Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís „Það er erfitt að velja bara þrjár myndir úr prógramminu í ár því þarna eru margar myndir sem maður hreinlega bara verður að sjá og svo er margt annað áhugavert sem virkar mjög spennandi. Ég ætla samt að segja: Give me Liberty - þessi mynd var ein af þeim umtöluðustu á Cannes í fyrra fyrir að vera svo ógeðslega skemmtileg og alveg snarbiluð. MONOS - þessi mynd er möst see og er ein verðlaunaðasta mynd ársins. Það eru þvílík forréttindi að geta loksins séð hana í bíó og því ætla ég ekki að missa af tækifærinu. Color out of space - þetta er svo spennandi að ég get ekki beðið! Nicholas Cage í trylltri hryllingsmynd byggð á sögu H.P. Lovecraft. Þessi mynd verður veisla. Og svo langar mig að nefna Synonyms sem á að vera sturlað góð mynd sem mig hefur langað að sjá lengi - og auðvitað langar mig að hitta snillinginn Dome Karukoski á Stockfish og sjá myndina hans um Tolkien. Hún hljómar mjög spennandi og hann er legend - svo það má ekki missa af því.“ Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
„Þar til stjórnvöld leggja blátt samkomubann höldum við okkar striki,“ segir Elín Arnar upplýsingafulltrúi Stockfish Film Festival sem hefst í dag. Þetta er í sjötta skipti sem kvikmyndahátíðin er haldin. Stockfish Film Festival & Industry Days er kvikmynda- og ráðstefnuhátíð fagfólks í kvikmyndabransanum og er haldin í Bíó Paradís í samvinnu við öll fagfélög í kvikmyndagreinum á Íslandi. Hátíðin fer fram dagana 12. til 22. mars. „Við höfum aldrei upplifað eins mikinn áhuga fyrir hátíðinni eins og í ár og eins og staðan er núna hefur einungis einn gestur afboðað komu sína vegna Corona. Það var heiðursgesturinn okkar Udo Kier sem leikur í tveimur myndum sem sýndar verða á hátíðinni. Sem lítil hátíð þá höldum við ótrauð áfram þar til annað kemur í ljós. Við erum í rauninni bara eins og hin bíóin nema minni. Við hvetjum gesti til að spara faðmlögin og handaböndin í ár en vera óspart á handþvottinn og höfum sent frá okkur tilkynningu þess efnis. Að sjálfsögðu fylgjumst við með gangi mála og munum fara eftir öllum tilmælum frá Landlækni,“ útskýrir Elín. Í tilefni af hátíðinni fengum við nokkra einstaklinga til þess að segja hvaða myndir vekja mestan áhuga hjá þeim á hátíðinni í ár. Allir þrír nefndu myndina Color Out of Space en sýnishorn úr myndinni má finna í spilaranum hér að neðan. Sýningardagskrá Stockfish Film Festival má nálgast í heild sinni á vef hátíðarinnar. Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem listamaðurinn Sjón „Ég hef beðið eftir því að sjá „Bacurau“ frá því að ég las um hana í fréttum frá Cannes í fyrra. Í henni hverfur útnáraþorp í Brasilíu af landakortinu með þeim afleiðingum að mörk veruleikans sundrast og leikstjórarnir leyfa sér að fara með söguna út yfir öll mörk kvikmyndalistarinnar. Stórleikararnir Sonia Braga og Udo Kier tryggja gæðin. Miðað við stikluna fyrir „Color Out Of Space“ virðist Nicolas Cage enn vera í banastuðinu sem hann komst í þegar hann lék í „Mandy“ fyrir tveimur árum. Hér fer hann á límingunum í hryllingssögu eftir H. P. Lovecraft undir stjórn Richard Stanley sem gerði róbótamyndina ódauðlegu „Hardware“ árið 1990. Þetta er litasprengjusýrublanda sem getur ekki klikkað. „Monos“ hef ég séð áður og hún er ein af þeim myndum sem hægt er að horfa á aftur og aftur. Þessi saga af hópi mexíkóskra skógarskæruliða á unglingsaldri sem hafa það verkefni að gæta konu í gíslingu er myndrænt listaverk sem kallast á við frumskógarmyndir Werners Herzog. Mögnuð tónlist Micah Levi kórónar svo upplifunina.“ Svavar KnúturAðsend mynd Svavar Knútur Kristjánsson, tónlistarmaður „Colour out of Space Ég er nokkurn veginn jafn veikur fyrir H.P. Lovecraft og Nicholas Cage á nákvæmlega sömu forsendum. Það er eitthvað sem á sama tíma er ómótstæðilegt og síðan svo tryllingslega stórfurðulegt við þá báða. Ég er viss um að ég verð fyrir vonbrigðum, en ég er nokkuð viss um að það verður fullkomlega þess virði líka. Það er það skemmtilega við bæði Lovecraft og Cage. Jafnvel þegar þeir eru skelfilegir eru þeir eitthvað svo æðislegir samt. The Painted Bird Það er eitthvað við sögur af lífsbjargarviðleitni mannsins á verstu stundum og hvað það dregur fram í fólkinu í kringum okkur sem heillar mig. Bæði það fallegasta og ljótasta í manninum kemur fram í þessum sögum og einhvers staðar þar á milli liggur síðan veruleikinn okkar á hverjum degi. Það er afar áhugavert að skoða þessi mörk. And then we danced Það eru svæði í heiminum sem við hreinlega skiljum ekki nógu vel af því við höfum lítinn aðgang að sögum þeirra, ljóðum og svipmyndum úr lífi þeirra. Saga af georgískum listdönsurum getur án efa gefið okkur hellings innsæi inn í menningu og lífssýn fólks í þessum heimshluta. Það heillar mig.“ Hrönn SveinsdóttirAðsend mynd Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Bíó Paradís „Það er erfitt að velja bara þrjár myndir úr prógramminu í ár því þarna eru margar myndir sem maður hreinlega bara verður að sjá og svo er margt annað áhugavert sem virkar mjög spennandi. Ég ætla samt að segja: Give me Liberty - þessi mynd var ein af þeim umtöluðustu á Cannes í fyrra fyrir að vera svo ógeðslega skemmtileg og alveg snarbiluð. MONOS - þessi mynd er möst see og er ein verðlaunaðasta mynd ársins. Það eru þvílík forréttindi að geta loksins séð hana í bíó og því ætla ég ekki að missa af tækifærinu. Color out of space - þetta er svo spennandi að ég get ekki beðið! Nicholas Cage í trylltri hryllingsmynd byggð á sögu H.P. Lovecraft. Þessi mynd verður veisla. Og svo langar mig að nefna Synonyms sem á að vera sturlað góð mynd sem mig hefur langað að sjá lengi - og auðvitað langar mig að hitta snillinginn Dome Karukoski á Stockfish og sjá myndina hans um Tolkien. Hún hljómar mjög spennandi og hann er legend - svo það má ekki missa af því.“
Bíó og sjónvarp Reykjavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira