Segir það reyna á sálina að horfa upp á dóttur sína einangraða í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 14:58 Stelpan er fullfrísk en Agla Björnsdóttir hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Seinni myndin er úr myndabanka. Aðsend - Getty/Justin Paget Flestir Íslendingar kannast nú við einhvern sem þurft hefur að fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar margumræddu. Hafa sumir talað fyrir því að slíkt geti verið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta kærkominna samverustunda. Slíkt er hins vegar ekki alltaf í boði. Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. Fór í sóttkví eftir að smit kom upp í dansskóla Dóttir hennar, sem er nýorðin fjórtán ára, er fullfrísk en Agla hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Henni var komið í sóttkví eftir að samnemandi hennar í dansskóla greindist með kórónuveiruna á dögunum. „Við erum þrjú í heimili og það að tveir heimilismenn fái að vera saman í tvær vikur, borða saman, horfa á sjónvarpið saman og bara vera saman á heimilinu en sá þriðji ekki sem í þessu tilfelli er barn er mjög brútal,“ segir Agla í Facebook-færslu þar sem hún vakti athygli á aðstæðunum. Reynt mikið á fjölskylduna Agla segir í samtali við Vísi að þessar aðstæður hafi reynt mikið á dóttur sína og aðra fjölskyldumeðlimi þó skammur tími sé enn liðinn frá því að hún var sett í sóttkví á þriðjudag. „Henni er náttúrulega kippt út úr öllu, eins og svo sem öllum væri gert. Hún er að æfa einhverja fimmtán tíma á viku í dansi og hún er í skólanum, það er mikið að gera og allt í einu er þér bara kippt út og þú mátt ekki einu sinni knúsa foreldra þína.“ Saknar þess að geta faðmað dóttur sína „Þó að þetta sé álag á okkur foreldranna þá er þetta auðvitað miklu meira álag á hana.“ Agla saknar þess mest að geta ekki faðmað og knúsað dóttur sína eins og hún er vön. Foreldrarnir mega ekki koma nálægt henni á meðan sóttkvínni stendur og dvelur hún að mestu í sínu eigin herbergi. „Ef hún kemur fram, þá setur hún upp hanska og lætur vita að hún sé að koma. Matinn skil ég eftir á stigaþrepinu þar sem hún sækir hann þegar ég er farin og borðar ein.“ Fjöldi barna í sömu stöðu og þau Töluverðum fjölda barna var gert að fara í sóttkví eftir að upp komst um smitið í umræddum dansskóla og því er ljóst að fleiri fjölskyldur séu að ganga í gegnum slíkt hið sama. „Ungir krakkar eru að missa úr skóla og tómstundum og þurfa að auki að halda sig í fjarlægð frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þetta reynir á sálina.“ Taka einn dag í einu Agla hefur íhugað það að fara sömuleiðis í sóttkví til þess að fá að umgangast dóttur sína. „Við bara tökum hvern dag í einu. Þetta auðvitað reynir andlega á krakkana og ef að þess þarf þá geri ég það.“ Hún segir það þó skýrt að samkvæmt tilmælum almannavarna beri að gera þetta með þessum hætti til að minnka áhættuna á frekari smitum. Staðan sé hins vegar allt önnur þegar um yngri börn er að ræða sem eigi erfiðara með að bjarga sér sjálf. Wuhan-veiran Reykjavík Tengdar fréttir 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54 Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Flestir Íslendingar kannast nú við einhvern sem þurft hefur að fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar margumræddu. Hafa sumir talað fyrir því að slíkt geti verið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta kærkominna samverustunda. Slíkt er hins vegar ekki alltaf í boði. Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. Fór í sóttkví eftir að smit kom upp í dansskóla Dóttir hennar, sem er nýorðin fjórtán ára, er fullfrísk en Agla hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Henni var komið í sóttkví eftir að samnemandi hennar í dansskóla greindist með kórónuveiruna á dögunum. „Við erum þrjú í heimili og það að tveir heimilismenn fái að vera saman í tvær vikur, borða saman, horfa á sjónvarpið saman og bara vera saman á heimilinu en sá þriðji ekki sem í þessu tilfelli er barn er mjög brútal,“ segir Agla í Facebook-færslu þar sem hún vakti athygli á aðstæðunum. Reynt mikið á fjölskylduna Agla segir í samtali við Vísi að þessar aðstæður hafi reynt mikið á dóttur sína og aðra fjölskyldumeðlimi þó skammur tími sé enn liðinn frá því að hún var sett í sóttkví á þriðjudag. „Henni er náttúrulega kippt út úr öllu, eins og svo sem öllum væri gert. Hún er að æfa einhverja fimmtán tíma á viku í dansi og hún er í skólanum, það er mikið að gera og allt í einu er þér bara kippt út og þú mátt ekki einu sinni knúsa foreldra þína.“ Saknar þess að geta faðmað dóttur sína „Þó að þetta sé álag á okkur foreldranna þá er þetta auðvitað miklu meira álag á hana.“ Agla saknar þess mest að geta ekki faðmað og knúsað dóttur sína eins og hún er vön. Foreldrarnir mega ekki koma nálægt henni á meðan sóttkvínni stendur og dvelur hún að mestu í sínu eigin herbergi. „Ef hún kemur fram, þá setur hún upp hanska og lætur vita að hún sé að koma. Matinn skil ég eftir á stigaþrepinu þar sem hún sækir hann þegar ég er farin og borðar ein.“ Fjöldi barna í sömu stöðu og þau Töluverðum fjölda barna var gert að fara í sóttkví eftir að upp komst um smitið í umræddum dansskóla og því er ljóst að fleiri fjölskyldur séu að ganga í gegnum slíkt hið sama. „Ungir krakkar eru að missa úr skóla og tómstundum og þurfa að auki að halda sig í fjarlægð frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þetta reynir á sálina.“ Taka einn dag í einu Agla hefur íhugað það að fara sömuleiðis í sóttkví til þess að fá að umgangast dóttur sína. „Við bara tökum hvern dag í einu. Þetta auðvitað reynir andlega á krakkana og ef að þess þarf þá geri ég það.“ Hún segir það þó skýrt að samkvæmt tilmælum almannavarna beri að gera þetta með þessum hætti til að minnka áhættuna á frekari smitum. Staðan sé hins vegar allt önnur þegar um yngri börn er að ræða sem eigi erfiðara með að bjarga sér sjálf.
Wuhan-veiran Reykjavík Tengdar fréttir 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54 Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08
Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54
Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53