Segir það reyna á sálina að horfa upp á dóttur sína einangraða í sóttkví Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 14:58 Stelpan er fullfrísk en Agla Björnsdóttir hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Seinni myndin er úr myndabanka. Aðsend - Getty/Justin Paget Flestir Íslendingar kannast nú við einhvern sem þurft hefur að fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar margumræddu. Hafa sumir talað fyrir því að slíkt geti verið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta kærkominna samverustunda. Slíkt er hins vegar ekki alltaf í boði. Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. Fór í sóttkví eftir að smit kom upp í dansskóla Dóttir hennar, sem er nýorðin fjórtán ára, er fullfrísk en Agla hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Henni var komið í sóttkví eftir að samnemandi hennar í dansskóla greindist með kórónuveiruna á dögunum. „Við erum þrjú í heimili og það að tveir heimilismenn fái að vera saman í tvær vikur, borða saman, horfa á sjónvarpið saman og bara vera saman á heimilinu en sá þriðji ekki sem í þessu tilfelli er barn er mjög brútal,“ segir Agla í Facebook-færslu þar sem hún vakti athygli á aðstæðunum. Reynt mikið á fjölskylduna Agla segir í samtali við Vísi að þessar aðstæður hafi reynt mikið á dóttur sína og aðra fjölskyldumeðlimi þó skammur tími sé enn liðinn frá því að hún var sett í sóttkví á þriðjudag. „Henni er náttúrulega kippt út úr öllu, eins og svo sem öllum væri gert. Hún er að æfa einhverja fimmtán tíma á viku í dansi og hún er í skólanum, það er mikið að gera og allt í einu er þér bara kippt út og þú mátt ekki einu sinni knúsa foreldra þína.“ Saknar þess að geta faðmað dóttur sína „Þó að þetta sé álag á okkur foreldranna þá er þetta auðvitað miklu meira álag á hana.“ Agla saknar þess mest að geta ekki faðmað og knúsað dóttur sína eins og hún er vön. Foreldrarnir mega ekki koma nálægt henni á meðan sóttkvínni stendur og dvelur hún að mestu í sínu eigin herbergi. „Ef hún kemur fram, þá setur hún upp hanska og lætur vita að hún sé að koma. Matinn skil ég eftir á stigaþrepinu þar sem hún sækir hann þegar ég er farin og borðar ein.“ Fjöldi barna í sömu stöðu og þau Töluverðum fjölda barna var gert að fara í sóttkví eftir að upp komst um smitið í umræddum dansskóla og því er ljóst að fleiri fjölskyldur séu að ganga í gegnum slíkt hið sama. „Ungir krakkar eru að missa úr skóla og tómstundum og þurfa að auki að halda sig í fjarlægð frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þetta reynir á sálina.“ Taka einn dag í einu Agla hefur íhugað það að fara sömuleiðis í sóttkví til þess að fá að umgangast dóttur sína. „Við bara tökum hvern dag í einu. Þetta auðvitað reynir andlega á krakkana og ef að þess þarf þá geri ég það.“ Hún segir það þó skýrt að samkvæmt tilmælum almannavarna beri að gera þetta með þessum hætti til að minnka áhættuna á frekari smitum. Staðan sé hins vegar allt önnur þegar um yngri börn er að ræða sem eigi erfiðara með að bjarga sér sjálf. Wuhan-veiran Reykjavík Tengdar fréttir 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54 Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Flestir Íslendingar kannast nú við einhvern sem þurft hefur að fara í sóttkví vegna útbreiðslu kórónuveirunnar margumræddu. Hafa sumir talað fyrir því að slíkt geti verið tækifæri fyrir fjölskyldur til að njóta kærkominna samverustunda. Slíkt er hins vegar ekki alltaf í boði. Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. Fór í sóttkví eftir að smit kom upp í dansskóla Dóttir hennar, sem er nýorðin fjórtán ára, er fullfrísk en Agla hefur áhyggjur af þeim áhrifum sem hin mikla einangrun muni hafa á líðan hennar og annarra fjölskyldumeðlima. Henni var komið í sóttkví eftir að samnemandi hennar í dansskóla greindist með kórónuveiruna á dögunum. „Við erum þrjú í heimili og það að tveir heimilismenn fái að vera saman í tvær vikur, borða saman, horfa á sjónvarpið saman og bara vera saman á heimilinu en sá þriðji ekki sem í þessu tilfelli er barn er mjög brútal,“ segir Agla í Facebook-færslu þar sem hún vakti athygli á aðstæðunum. Reynt mikið á fjölskylduna Agla segir í samtali við Vísi að þessar aðstæður hafi reynt mikið á dóttur sína og aðra fjölskyldumeðlimi þó skammur tími sé enn liðinn frá því að hún var sett í sóttkví á þriðjudag. „Henni er náttúrulega kippt út úr öllu, eins og svo sem öllum væri gert. Hún er að æfa einhverja fimmtán tíma á viku í dansi og hún er í skólanum, það er mikið að gera og allt í einu er þér bara kippt út og þú mátt ekki einu sinni knúsa foreldra þína.“ Saknar þess að geta faðmað dóttur sína „Þó að þetta sé álag á okkur foreldranna þá er þetta auðvitað miklu meira álag á hana.“ Agla saknar þess mest að geta ekki faðmað og knúsað dóttur sína eins og hún er vön. Foreldrarnir mega ekki koma nálægt henni á meðan sóttkvínni stendur og dvelur hún að mestu í sínu eigin herbergi. „Ef hún kemur fram, þá setur hún upp hanska og lætur vita að hún sé að koma. Matinn skil ég eftir á stigaþrepinu þar sem hún sækir hann þegar ég er farin og borðar ein.“ Fjöldi barna í sömu stöðu og þau Töluverðum fjölda barna var gert að fara í sóttkví eftir að upp komst um smitið í umræddum dansskóla og því er ljóst að fleiri fjölskyldur séu að ganga í gegnum slíkt hið sama. „Ungir krakkar eru að missa úr skóla og tómstundum og þurfa að auki að halda sig í fjarlægð frá öðrum fjölskyldumeðlimum. Þetta reynir á sálina.“ Taka einn dag í einu Agla hefur íhugað það að fara sömuleiðis í sóttkví til þess að fá að umgangast dóttur sína. „Við bara tökum hvern dag í einu. Þetta auðvitað reynir andlega á krakkana og ef að þess þarf þá geri ég það.“ Hún segir það þó skýrt að samkvæmt tilmælum almannavarna beri að gera þetta með þessum hætti til að minnka áhættuna á frekari smitum. Staðan sé hins vegar allt önnur þegar um yngri börn er að ræða sem eigi erfiðara með að bjarga sér sjálf.
Wuhan-veiran Reykjavík Tengdar fréttir 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54 Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08
Tveir á Landspítalanum vegna Covid-19 en hvorugur á gjörgæslu Tveir sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum vegna sjúkdómsins Covid-19. 12. mars 2020 13:54
Undirbúa aðgerðir sem snúa að viðkvæmustu hópum samfélagsins Ásmundur Einar Daðason barna- og félagsmálaráðherra segist vona að upplýsingar varðandi áhrif útbreiðslu kórónuveirunnar á viðkvæmustu hópa samfélagsins verði gefnar út sem fyrst. Verið 12. mars 2020 11:53