Viðskipti innlent

Seðlabankinn sendir starfsmenn heim að vinna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri kynnti lækkun á stýrivöxtum bankans um hálft prósent í gær.
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri kynnti lækkun á stýrivöxtum bankans um hálft prósent í gær. Vísir/Vilhelm

Viðbragðsáætlun Seðlabanka Íslands hefur verið virkjuð að því er segir í tilkynningu á vef bankans.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri hefur í samráði við viðbragðsstjórn bankans ákveðið að reyna að fækka starfsfólki eins og kostur er á starfsstöðvum bankans á Kalkofnsvegi og í Katrínartúni.

Tilgangurinn er að lágmarka smithættu milli starfsmanna bankans og í samfélaginu í heild. Tryggt verður að lykilstarfsemi bankans haldist gangandi.

Gert er ráð fyrir að þeir starfsmenn sem fara heim sinni starfsskyldum sínum eins og kostur er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×