Erlent

Brasilískur embættismaður sem hitti Trump sagður smitaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Trump með Bolsonaro Brasilíuforseta (t.v.) og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa sínum, (t.h.) yfir kvöldverði í Mar-a-Lago-klúbbnum á laugardagskvöld.
Trump með Bolsonaro Brasilíuforseta (t.v.) og Robert O'Brien, þjóðaröryggisráðgjafa sínum, (t.h.) yfir kvöldverði í Mar-a-Lago-klúbbnum á laugardagskvöld. AP/Alex Brandon

Háttsettur brasilískur embættismaður sem fundaði með Donald Trump Bandaríkjaforseta og Mike Pence, varaforseta, á Flórída í síðustu viku hefur verið greindur með nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19-sjúkdómnum. Maðurinn er jafnframt samskiptastjóri Jairs Bolsonaro Brasilíuforseta.

New York Times vísar í fréttir brasilískra fjölmiðla um að Fábio Wajngarten, samskiptastjóri forseta Brasilíu, hafi greinst með kórónuveiruna eftir að hann kom heim frá Bandaríkjunum. Hann bíði nú niðurstaðna frekari greiningar til að staðfesta smitið.

Wajngarten, sem var í föruneyti Bolsonaro þegar forsetinn heimsótti Trump, er sagður hafa verið í nánu samneyti við Trump og Pence í sveitaklúbbi Trump á Flórída á laugardag. Þeir hafi meðal annars snætt kvöldverð saman. Birti Wajngarten meðal annars mynd af sér með Trump forseta á samfélagsmiðli um helgina.

https://twitter.com/gabstargardter/status/1238118508166348800?s=20

Auk Trump og Pence voru Ivanka Trump, dóttir hans, og Jared Kushner, eiginmaður hennar, viðstödd kvöldverðinn. Þau vinna bæði í Hvíta húsinu sem ráðgjafar Trump.


Tengdar fréttir

Trump lokar á ferðalög frá Evrópu til Bandaríkjanna

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur tilkynnt ferðabann frá Evrópu til Bandaríkjanna í þrjátíu daga frá og með miðnætti á föstudag vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×