Landspítali takmarkar ekki fundi eða samneyti starfsfólks Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2020 16:55 Fleiri en hundrað starfsmenn Landspítalans eru nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Ekki hefur þó verið gripið til sambærilegra aðgerða á spítalanum eins og sum fyrirtæki og stofnanir hafa ráðist í til að takmarka smithættu. Vísir/VIlhelm Starfsfólk Landspítalans hefur hvorki verið beðið um að fresta ónauðsynlegum fundum eða námskeiðum né um að vinna heima hjá sér hafi það kost á þrátt fyrir að fleiri en hundrað starfsmenn séu nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Helstu aðgerðir spítalans eru heimsóknarbann og tilmæli um að starfsfólk gæti fyllsta hreinlætis. Fyrirtæki og stofnanir hafa gripið til ýmissa aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankinn bað þannig starfsfólk sitt um að vinna heima hjá sér eins og kostur væri í dag. Á sumum vinnustöðum hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka samgang ólíkra deilda eða hæða í mötuneyti til að draga úr líkum á að smit berist á milli fólks. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að ekki hafi verið gripið til neinna slíkra aðgerða á spítalanum til þessa. Námskeið og fundir starfsfólks fari enn fram þá að fjarfundarbúnaður sé notaður eftir því sem við á. Eins er enn gert ráð fyrir að fólk mæti til vinnu og ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á matsölum spítalans. „Við teljum ekki þörf á því. Það eru engar vísbendingar fyrir því að það eigi að gera það. Við hins vegar gerum ráð fyrir og ætlumst til að starfsmenn gæti fyllsta hreinlætis þegar þeir sækja sér mat eða borða í matsalnum hjá okkur. Við höfum ekki gripuið til þess að skipta upp, fækka í matsal eða breyta þeim háttum sem við höfum haft undanfarið,“ segir Anna Sigrún með þeim fyrirvara að ástandið geti breyst hratt. Ekki hefur heldur verið gripið til annarra ráðstafana til að takmarka samgang á milli vakta eða deilda annarra en að forðast að færa starfsfólk á milli húsa ef hægt er að komast hjá því. Hvað aðrir gera er í þeirra höndum Spurð að því hvort að önnur fyrirtæki og stofnanir sem hafi gripið til aðgerða af þessu tagi hafi brugðist of hart við segir Anna Sigrún spítalann ekki taka afstöðu til þess. „Við byggjum allar ákvarðanir um þetta á farsóttanefnd spítalans og hún ákveður hvort við breytum út af þessu. Hvað aðrir gera er auðvitað bara í þeirra höndum,“ segir hún. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans taki nær við öllum völdum við aðstæður sem þessar og þær stýri ákvörðun um viðbúnað innan spítalans. „Þetta er niðurstaða hennar og hún fundar einu sinni á hverjum degi og jafnvel oftar ef það er þörf. Ástandið getur breyst mjög hratt,“ segir Anna Sigrún. Heimsóknarbanni var komið á hjá spítalanum á dögunum og segir Anna Sigrún að það sé langstærsta aðgerð spítalans til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar auk þess að ítreka tilmæli til starfsfólks um að stunda hreinlæti. „Það er langstærsta aðgerðin að fólk sinni örugglega hreinlæti og hér er fólk almennt sérþjálfað í því. Kannski er staðan að einhverju marki öðruvísi hjá okkur en annars staðar. Við erum bara vön mjög miklu hreinlæti og fólk er að sótthreinsa sig við öll möguleg og ómöguleg tilefni,“ segir Anna Sigrún. Aðgerðum hefur verið frestað í Fossvogi vegna manneklu sem er tilkomin vegna kórónuveirufaraldursins.Vísir/VIlhelm Yfir hundrað starfsmenn í einangrun eða sóttkví Kórónuveiran hefur þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Landspítalans. Ellefu starfsmenn eru í einangrun og 92 í sóttkví vegna faraldursins. Um sjötíu aðgerðum hefur verið frestað í Fossvogi af þessum sökum í vikunni og engar valaðgerðir verða gerðar þar fram yfir helgi. Sjá einnig: Fresta aðgerðum vegna manneklu af völdum veirunnar á Landspítalanum Alls hafa 109 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Langflestir þeirra sem hafa greinst komu frá skíðasvæðum í Ölpunum. Innlend smit eru um 24 talsins og um 900 manns eru í sóttkví. Tveir sjúklingar liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19-sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir segir ekki rétt að ekkert sé gert hér vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 12. mars 2020 15:24 Segir það reyna á sálina að horfa upp á dóttur sína einangraða í sóttkví Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. 12. mars 2020 14:58 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Fresta aðgerðum vegna manneklu af völdum veirunnar á Landspítalanum Svo margt starfsfólk Landspítalans í Fossvogi er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar að ákveðið hefur verið að fresta öllum valaðgerðum fram yfir helgi. 12. mars 2020 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Starfsfólk Landspítalans hefur hvorki verið beðið um að fresta ónauðsynlegum fundum eða námskeiðum né um að vinna heima hjá sér hafi það kost á þrátt fyrir að fleiri en hundrað starfsmenn séu nú í einangrun eða sóttkví vegna kórónuveirunnar. Helstu aðgerðir spítalans eru heimsóknarbann og tilmæli um að starfsfólk gæti fyllsta hreinlætis. Fyrirtæki og stofnanir hafa gripið til ýmissa aðgerða til þess að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Seðlabankinn bað þannig starfsfólk sitt um að vinna heima hjá sér eins og kostur væri í dag. Á sumum vinnustöðum hefur verið gripið til þess ráðs að takmarka samgang ólíkra deilda eða hæða í mötuneyti til að draga úr líkum á að smit berist á milli fólks. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, segir að ekki hafi verið gripið til neinna slíkra aðgerða á spítalanum til þessa. Námskeið og fundir starfsfólks fari enn fram þá að fjarfundarbúnaður sé notaður eftir því sem við á. Eins er enn gert ráð fyrir að fólk mæti til vinnu og ekki er gert ráð fyrir neinum breytingum á matsölum spítalans. „Við teljum ekki þörf á því. Það eru engar vísbendingar fyrir því að það eigi að gera það. Við hins vegar gerum ráð fyrir og ætlumst til að starfsmenn gæti fyllsta hreinlætis þegar þeir sækja sér mat eða borða í matsalnum hjá okkur. Við höfum ekki gripuið til þess að skipta upp, fækka í matsal eða breyta þeim háttum sem við höfum haft undanfarið,“ segir Anna Sigrún með þeim fyrirvara að ástandið geti breyst hratt. Ekki hefur heldur verið gripið til annarra ráðstafana til að takmarka samgang á milli vakta eða deilda annarra en að forðast að færa starfsfólk á milli húsa ef hægt er að komast hjá því. Hvað aðrir gera er í þeirra höndum Spurð að því hvort að önnur fyrirtæki og stofnanir sem hafi gripið til aðgerða af þessu tagi hafi brugðist of hart við segir Anna Sigrún spítalann ekki taka afstöðu til þess. „Við byggjum allar ákvarðanir um þetta á farsóttanefnd spítalans og hún ákveður hvort við breytum út af þessu. Hvað aðrir gera er auðvitað bara í þeirra höndum,“ segir hún. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd spítalans taki nær við öllum völdum við aðstæður sem þessar og þær stýri ákvörðun um viðbúnað innan spítalans. „Þetta er niðurstaða hennar og hún fundar einu sinni á hverjum degi og jafnvel oftar ef það er þörf. Ástandið getur breyst mjög hratt,“ segir Anna Sigrún. Heimsóknarbanni var komið á hjá spítalanum á dögunum og segir Anna Sigrún að það sé langstærsta aðgerð spítalans til að takmarka útbreiðslu kórónuveirunnar auk þess að ítreka tilmæli til starfsfólks um að stunda hreinlæti. „Það er langstærsta aðgerðin að fólk sinni örugglega hreinlæti og hér er fólk almennt sérþjálfað í því. Kannski er staðan að einhverju marki öðruvísi hjá okkur en annars staðar. Við erum bara vön mjög miklu hreinlæti og fólk er að sótthreinsa sig við öll möguleg og ómöguleg tilefni,“ segir Anna Sigrún. Aðgerðum hefur verið frestað í Fossvogi vegna manneklu sem er tilkomin vegna kórónuveirufaraldursins.Vísir/VIlhelm Yfir hundrað starfsmenn í einangrun eða sóttkví Kórónuveiran hefur þegar haft veruleg áhrif á starfsemi Landspítalans. Ellefu starfsmenn eru í einangrun og 92 í sóttkví vegna faraldursins. Um sjötíu aðgerðum hefur verið frestað í Fossvogi af þessum sökum í vikunni og engar valaðgerðir verða gerðar þar fram yfir helgi. Sjá einnig: Fresta aðgerðum vegna manneklu af völdum veirunnar á Landspítalanum Alls hafa 109 manns nú greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Langflestir þeirra sem hafa greinst komu frá skíðasvæðum í Ölpunum. Innlend smit eru um 24 talsins og um 900 manns eru í sóttkví. Tveir sjúklingar liggja inni á Landspítalanum vegna Covid-19-sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur.
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Sóttvarnalæknir segir ekki rétt að ekkert sé gert hér vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 12. mars 2020 15:24 Segir það reyna á sálina að horfa upp á dóttur sína einangraða í sóttkví Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. 12. mars 2020 14:58 109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08 Fresta aðgerðum vegna manneklu af völdum veirunnar á Landspítalanum Svo margt starfsfólk Landspítalans í Fossvogi er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar að ákveðið hefur verið að fresta öllum valaðgerðum fram yfir helgi. 12. mars 2020 13:31 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir ekki rétt að ekkert sé gert hér vegna kórónuveirunnar Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag að hér á landi væri búið að gera gríðarlega mikið til þess að hefta útbreiðslu veirunnar sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 12. mars 2020 15:24
Segir það reyna á sálina að horfa upp á dóttur sína einangraða í sóttkví Mikið hefur reynt á heimilislíf Öglu Björnsdóttur og fjölskyldu eftir að dóttir hennar þurfti að fara í sóttkví. Agla taldi að fullvíst að það myndi þýða að allri þriggja manna fjölskyldunni yrði gert að fara saman í sóttkví á heimilinu en annað kom á daginn. 12. mars 2020 14:58
109 einstaklingar greinst með kórónuveiruna hér á landi 109 einstaklingar hafa greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum Covid-19 á Íslandi. 12. mars 2020 14:08
Fresta aðgerðum vegna manneklu af völdum veirunnar á Landspítalanum Svo margt starfsfólk Landspítalans í Fossvogi er í sóttkví eða einangrun vegna kórónuveirunnar að ákveðið hefur verið að fresta öllum valaðgerðum fram yfir helgi. 12. mars 2020 13:31