Innlent

Átta smit til viðbótar í kvöld

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar.
Mikill viðbúnaður er á Landspítalanum vegna kórónuveirunnar. visir/vilhelm

Átta einstaklingar til viðbótar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum á sýkla- og veirufræðideild Landspítala nú í kvöld. Heildarfjöldi tilfella er því orðinn 117. Smitrakning er í gangi, að því er fram kemur í tilkynningu frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra.

Í dag höfðu tæplega þúsund sýni verið rannsökuð með tilliti til veirunnar og á þriðja tímanum voru staðfest smit 109. 

Langflestir þeirra sem hafa greinst með veiruna hafa verið að koma frá skíðasvæðum í Ölpunum. Einstaklingar sem komu frá Bandaríkjunum hafa einnig greinst með veiruna. Innanlandssmit eru jafnframt orðin á þriðja tug.

Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í kvöld að tveir sjúklingar lægju inni á Landspítalanum vegna Covid-19 veikinda. Smitsjúkdómalæknar fylgjast grannt með líðan þeirra.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Á­ætlanir um sam­komu­bann kynntar fljót­lega

Víða hafa borist fregnir af því síðustu daga að stjórnvöld í Evrópu grípi til þess ráðs að setja á samkomutakmarkanir í tilraun til þess að hamla frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.

Katrín óskar eftir símafundi með Trump

Forsætisráðherra hefur óskað eftir símafundi við forseta Bandaríkjanna vegna ákvörðunar hans um að banna flug frá Íslandi til Bandaríkjanna og hefur komið mótmælum íslenskra stjórnvalda á framfæri við Hvíta húsið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×