Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 12. mars 2020 21:19 Einar Árni á hliðarlínunni. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum