Þúsundir skráðu sig í skimun og kerfið hrundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. mars 2020 22:06 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/vilhelm Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“ Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þúsundir hafa nú skráð sig til þátttöku í skimunum sóttvarnalæknis og Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Álag á bókunarkerfi Íslenskrar erfðagreiningar var svo mikið að það hrundi fyrst um sinn en vefnum hefur nú verið komið í samt lag og fleiri tímar standa til boða. Tilkynnt var í dag að opnað hefði verið fyrir bókanir í skimun fyrir veirunni, sem er á vegum sóttvarnayfirvalda í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu og sýkla- og veirufræðideild Landspítalans, á vefnum bokun.rannsokn.is. Skimanir hefjast klukkan hálf níu í fyrramálið í Þjónustumiðstöð rannsóknarverkefna í Turninum að Smáratorgi 3 í Kópavogi. Útbreiðsla veirunnar hefur verið hröð hér á landi en í kvöld voru staðfest smit orðin alls 117. Hingað til hafa þeir sem eru að koma frá áhættusvæðum í Ölpunum og sýnt einkenni Covid-19 sjúkdómsins fengið forgang í skimun fyrir veirunni á Landspítala. Tímum bætt við Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, segir í samtali við Vísi að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir skimuninni hjá almenningi. Þúsundir hafi þegar skráð sig til þátttöku nú fyrstu klukkustundirnar eftir að opnað var fyrir skráningu. „Álagið á kerfið var svo mikið að það hrundi fyrst í stað en nú hefur tímum verið fjölgað fyrir fólk vegna mikils áhuga þannig að fleiri geta skráð sig,“ segir Þóra. Þannig hafa einhverjir ef til vill fengið meldingu á bókunarvefnum um að allir tímar séu uppbókaðir. Þóra segir að þá sé ráð að bíða. „Við biðjum fólk að sýna biðlund ef kerfið er stirt þar sem það hefur verið undir miklu álagi. Stundum dugar að koma inn aftur eftir smá stund.“
Wuhan-veiran Heilbrigðismál Tengdar fréttir Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53 Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30 Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Íslensk erfðagreining byrjar að skima fyrir veirunni Íslensk erfðagreining hefur opnað fyrir bókanir um skimanir fyrir kórónuveirunni hjá almenningi. Skimanirnar fara fram í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi. 12. mars 2020 19:53
Kári telur enga þörf á sóttkví hafi veiran breiðst um allt samfélagið Skimun Íslenskrar erfðagreiningar miðar að því að kortleggja útbreiðslu veirunnar og hefst á föstudag. 11. mars 2020 20:30
Ætluðu ekki að beina fólki utan áhættuhóps inn á 1700 Útvíkkuð skilyrði til sýnatöku fyrir kórónuveirunni eru fyrst og fremst ætluð til framkvæmdar hjá heimilislæknum á heilsugæslustöðvum landsins, að sögn Víðis Reynissonar hjá almannavörnum ríkislögreglustjóra. 11. mars 2020 23:26