Chelsea Manning sleppt aftur úr haldi Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 23:34 Manning var upphaflega dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010. Getty/Win McNamee Bandarískur dómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, sem er þekktust fyrir að hafa lekið gríðarlegu magni gagna til Wikileaks, yrði leyst tafarlaust úr haldi. Manning var áður dæmd í fangelsi fyrir að neita að bera vitni í rannsókn sem snýr að Wikileaks og hafði verið í gæsluvarðhaldi í Virginíu-ríki frá því í maí síðastliðnum. Þá komst bandarískur alríkisdómari að þeirri niðurstöðu að með því hafi sýnt hún dómstólnum óvirðingu og bæri að gegna fangelsisvist. Sjá einnig: Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning var ætlað að mæta aftur fyrir dóm næsta föstudag en dómari komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekki væri lengur þörf fyrir vitnisburð hennar. Ákvörðun dómarans kemur stuttu eftir að fregnir bárust af því að Manning hafi reynt að fremja sjálfsvíg. Þegar hún var kölluð fyrir dómara síðasta föstudag ítrekaði Manning að hún ætlaði ekki að bera vitni gegn Wikileaks og að hún myndi sætta sig við hvaða refsingu sem dómarinn teldi við hæfi. Hún sagðist þar að auki hafa gefið allar þær upplýsingar sem hún bjó yfir þegar réttað var yfir henni á sínum tíma. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017. WikiLeaks Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Bandarískur dómari úrskurðaði í dag að Chelsea Manning, sem er þekktust fyrir að hafa lekið gríðarlegu magni gagna til Wikileaks, yrði leyst tafarlaust úr haldi. Manning var áður dæmd í fangelsi fyrir að neita að bera vitni í rannsókn sem snýr að Wikileaks og hafði verið í gæsluvarðhaldi í Virginíu-ríki frá því í maí síðastliðnum. Þá komst bandarískur alríkisdómari að þeirri niðurstöðu að með því hafi sýnt hún dómstólnum óvirðingu og bæri að gegna fangelsisvist. Sjá einnig: Manning send í fangelsi fyrir að neita að bera vitni gegn Wikileaks Manning var ætlað að mæta aftur fyrir dóm næsta föstudag en dómari komst að þeirri niðurstöðu í dag að ekki væri lengur þörf fyrir vitnisburð hennar. Ákvörðun dómarans kemur stuttu eftir að fregnir bárust af því að Manning hafi reynt að fremja sjálfsvíg. Þegar hún var kölluð fyrir dómara síðasta föstudag ítrekaði Manning að hún ætlaði ekki að bera vitni gegn Wikileaks og að hún myndi sætta sig við hvaða refsingu sem dómarinn teldi við hæfi. Hún sagðist þar að auki hafa gefið allar þær upplýsingar sem hún bjó yfir þegar réttað var yfir henni á sínum tíma. Manning var dæmd í 35 ára fangelsi árið 2010 og sat inni í sjö ár fyrir að hafa lekið skjölunum til Wikileaks þegar hún starfaði sem leyniþjónustugreinandi hjá Bandaríkjaher. Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, mildaði dóm hennar rétt áður en hann lét af embætti í janúar árið 2017.
WikiLeaks Bandaríkin Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira