Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið farm Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. maí 2020 12:15 Sara Dögg Svanhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla. Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg. Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Formaður sjálfstætt starfandi skóla segir rök fyrir synjun Reykjavíkurborgar á skólavist fatlaðra barna í Arnarskóla í Kópavogi ekki standast skoðun. Engar reglur kveði á um að skólavist skuli synjað hafi ytra mat ekki farið fram. Reykjavíkurborg hefur síðustu daga verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa synjað fötluðum börnum skólavist í Arnarskóla, sem er sérskóli í Kópavogi. Foreldrar fimm ára einhverfrar stúlku með þroskahömlun sögðu sögu sína í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir helgi en þau segja Arnarskóla henta fötlun barns síns best. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir lög um grunnskóla ekki ná nægilega vel utan um sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila. Það sé því nauðsynlegt að úttekt sé gerð á þessari viðkvæmu starfsemi svo hún samræmist örugglega við lög og reglur. Sara Dögg Svarnhildardóttir, formaður sjálfstætt starfandi skóla harmar rök Helga og segir þau ekki standast skoðun. „Í fyrsta lagi eru hvergi skilmálar eða reglur eða lög sem kveða á um það að barn sem er óskað eftir skólavist í sjálfstætt starfandi grunnskóla fái ekki þá umsókn staðfesta án þess að skólinn sjálfur hafi farið í ytra mat Menntamálastofnunnar. Það er náttúrulega með ólíkindum að nota svona rök,“ sagði Sara Dögg. Sjálfstætt starfandi grunnskólar á Íslandi fari í gegnum gríðarlega umfangsmikið ferli þegar sótt er um starfsleyfi. Sara segir ytra mat framkvæmt af Menntamálastofnun sem er sami aðili og gefur starfsleyfið og hefur þegar metið starfsemina. Arnarskóli er á sínu öðru starfsári. „Þannig að tiltölulega nýlega er búið að fara í gegnum þetta umsóknarferli þar sem einmitt er farið yfir alla faglega þætti starfsins, eðlilega sem og alla aðra þætti til að tryggja að skólinn fari eftir lögum og reglugerðum í landinu þannig þetta er hreint út sagt alveg galið,“ sagði Sara Dögg. Hún segir ytra mat framkvæmt á fjögurra til sex ára fresti. „Nýr skóli sem ekki hefur starfað í fjögur ár er ekki á leið í ytra mat áður en fjórum árum lýkur þannig þetta er bara fyrirsláttur það er ekkert í þessu sem heldur, þessi rök halda engan vegin,“ sagði Sara Dögg.
Skóla - og menntamál Reykjavík Jafnréttismál Tengdar fréttir Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31 Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00 Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Segir sérskólaúrræði borgarinnar í lamasessi Borgarfulltrúi kallar eftir því að borgin reki sambærilegt úrræði og fer fram í Arnarskóla í Kópavogi. 23. maí 2020 12:31
Segir nauðsynlegt að úttekt sé gerð á Arnarskóla „Skólakerfið á Íslandi er í sífelldri þróun og sveitarfélögin og skólafólkið sýnir sífellt þá viðleitni að gera betur. Það hafa á liðnum misserum komið fram sérskólaúrræði á vegum sjálfstætt starfandi aðila sem lög um grunnskóla hafa ekki náð nægilega vel utan um,“ sagði Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. 23. maí 2020 07:00
Segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg: „Ekki á okkur leggjandi að berjast við kerfið líka“ Foreldrar fimm ára einhverfar stúlku með þroskahömlun segja dóttur sinni mismunað hjá Reykjavíkurborg, þar sem henni hefur verið synjað um skólavist í sérskóla í Kópavogi. Þau segja engan skóla í borginni henta þörfum dóttur þeirra og benda á að fjögur börn sem búsett eru í Reykjavík sæki umræddan skóla. 22. maí 2020 19:00