Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. mars 2020 09:54 Frá sýnatöku í Turninum í Smáralind í morgun. Íslensk erfðagreining Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem segir að um tólf þúsund höfðu bókað sig klukkan níu í morgun. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Skimanir hefjast í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi núna klukkan 10. Fólki sem á bókaðan tíma er bent á að nota inngang á fyrstu hæð en þar verður fyrir starfsmaður sem tekur á móti þeim. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir enn hægt að bóka tíma í skimun. Í tilkynningu segir að ekki sé meiri hætta á að fólk sem komi í skimun eða starfi í húsinu smitist en annars staðar. Þessi tvö eru tilbúin að taka sýni.Íslensk erfðagreining „Nýja kórónaveiran sem veldur sjúkdóminum COVID-19 dreifist nú hratt um heiminn og hefur sett venjubundið líf úr skorðum. Mikill meirihluti þeirra sem smitast verða ekki alvarlega veikir. Flestir sem koma í skimun hafa aldrei fundið fyrir einkennum og eru því líklega ekki smitandi. Það sama á við alla starfsmenn í húsinu, hvort sem þeir starfa við skimanir eða ekki. Það er því ekki meiri hætta á ferðum í húsinu en annars staðar í borginni þar sem fólk kemur saman,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Um leið og þessi mikla þátttaka er ánægjuleg er ljóst að hún veldur álagi á það starfsfólk sem fyrir er í húsinu sem tengist ekki Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna þar sem skimanir fara fram. Það er einkum vegna aukinnar umferðar um húsið þessa dagana. Fólk á þakklæti skilið fyrir skilning og þolinmæði en baráttan við COVID-19 er samfélagslegt verkefni og á ábyrgð okkar allra að vel takist til.“ Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu þar sem segir að um tólf þúsund höfðu bókað sig klukkan níu í morgun. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.Vísir/Vilhelm Skimanir hefjast í Turninum, Smáratorgi 3 í Kópavogi núna klukkan 10. Fólki sem á bókaðan tíma er bent á að nota inngang á fyrstu hæð en þar verður fyrir starfsmaður sem tekur á móti þeim. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir, upplýsinga- og samskiptafulltrúi hjá Íslenskri erfðagreiningu, segir enn hægt að bóka tíma í skimun. Í tilkynningu segir að ekki sé meiri hætta á að fólk sem komi í skimun eða starfi í húsinu smitist en annars staðar. Þessi tvö eru tilbúin að taka sýni.Íslensk erfðagreining „Nýja kórónaveiran sem veldur sjúkdóminum COVID-19 dreifist nú hratt um heiminn og hefur sett venjubundið líf úr skorðum. Mikill meirihluti þeirra sem smitast verða ekki alvarlega veikir. Flestir sem koma í skimun hafa aldrei fundið fyrir einkennum og eru því líklega ekki smitandi. Það sama á við alla starfsmenn í húsinu, hvort sem þeir starfa við skimanir eða ekki. Það er því ekki meiri hætta á ferðum í húsinu en annars staðar í borginni þar sem fólk kemur saman,“ segir í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. „Um leið og þessi mikla þátttaka er ánægjuleg er ljóst að hún veldur álagi á það starfsfólk sem fyrir er í húsinu sem tengist ekki Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna þar sem skimanir fara fram. Það er einkum vegna aukinnar umferðar um húsið þessa dagana. Fólk á þakklæti skilið fyrir skilning og þolinmæði en baráttan við COVID-19 er samfélagslegt verkefni og á ábyrgð okkar allra að vel takist til.“
Heilbrigðismál Wuhan-veiran Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira