Bjartsýn á framhaldið og tilbúin að halda áfram með lífið Sylvía Hall skrifar 24. maí 2020 23:52 Sólrúnu Öldu Waldorff var bjargað úr brennandi íbúð í Mávahlíð í október á síðasta ári. Skjáskot af vef RÚV „Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí. Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira
„Ég fór að sofa í íbúðinni hjá kærastanum mínum og ég man eiginlega ekkert meira þar til ég vakna rúmum mánuði síðar í spítalarúmi í Svíþjóð. Og þar með byrjar allt.“ Þetta segir Sólrún Alda Waldorff um það sem tók við eftir bruna í Mávahlíð í október á síðasta ári. Sólrún er 23 ára gömul, en henni var bjargað út úr brennandi íbúðinni eftir að mikill eldur kviknaði í íbúðinni. Brennandi pottur féll á gólfið með þeim afleiðingum að logandi olía helltist úr og breiddist um íbúðina. Rætt var við Sólrúnu í kvöldfréttum RÚV. Sólrún var í íbúðinni ásamt kærasta sínum Rahmon Anvarov sem bjó í íbúðinni. Eigandi íbúðarinnar var einnig í íbúðinni en hann komst sjálfur út. Sólrún og Rahmon voru bæði sofandi þegar eldurinn kom upp. „Það var stöðugt verið að reyna að segja mér hvar ég væri, hvað hefði gerst – svo maður rosalega hræddur. Maður skildi þetta bara ekki,“ segir Sólrún í viðtalinu á RÚV. Bæði Sólrún og Rahmon brenndust alvarlega en Sólrúnu var haldið sofandi í þrjár vikur. Ákveðið var að flytja hana á brunadeild sjúkrahússins í Linköping í Svíþjóð. Skömmu eftir komuna til Svíþjóðar féllu lungu hennar saman, en hún hafði verið stöðug í fluginu. Hún var í bráðri lífshættu allan tímann en hún var með annars og þriðja stigs bruna á rúmum þriðjungi líkama síns. Bati Sólrúnar er sagður undraverður. Læknar óttuðust að hún væri með heilaskaða eftir brunann og hún væri lömuð á annarri hlið líkamans. Mikill viljastyrkur Sólrúnar kom í ljós og hún hafi verið ákveðinn í því að ná skjótum bata. Hún lýsir því hvernig hún tók fyrstu skrefin eftir brunann og hversu mikill léttir fylgdi því í ítarlegu viðtali á vef RÚV. Fréttin var síðast uppfærð 29. maí.
Slökkvilið Reykjavík Bruni í Mávahlíð Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Sjá meira