Svona var stemningin þegar World Class opnaði aftur á miðnætti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. maí 2020 01:01 Svona var umhorfs í World Class Laugum, stuttu eftir að stöðin opnaði á miðnætti. Vísir/Vésteinn Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Sjá meira
Tilslakanir á samkomubanni vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi nú á miðnætti. Það hefur meðal annars í för með sér hækkun fjöldatakmarkana. Þá verða fjöldatakmarkanir hækkaðar úr 50 í 200. Eins mega krár, skemmtistaðir og sambærilegir staðir hafa opið til klukkan 11 á kvöldin. Þá máttu líkamsræktarstöðvar opna dyr sínar fyrir hreyfingarþyrstum viðskiptavinum á nýjan leik. Þær hafa verið lokaðar frá 24. mars síðastliðnum, í skugga samkomubannsins sem heilbrigðisráðherra setti á að tillögu sóttvarnalæknis. Aðstandendur World Class, stærstu líkamsræktarstöðvakeðju Íslands, ákváðu í tilefni afléttinga takmarkana að blása til miðnæturopnunar í stöð sinni í Laugum og bjóða þannig viðskiptavinum sínum að mæta í ræktina eins fljótt og mögulegt var. Mikil stemning myndaðist, boðið var upp á orkudrykki fyrir fyrstu gesti, auk þess sem plötusnúður þeytti skífum fyrir utan stöðina og hélt uppi fjörinu. Hér að neðan má sjá myndskeið frá opnun stöðvarinnar. Þar má meðal annars sjá Björn Leifsson, eiganda World Class, fylgjast með þeim allra fyrstu sem mættu í ræktina síðan í mars. Stuttu eftir að hleypt var inn voru allir komnir í rétta fatnaðinn og farnir að leggja rækt við líkama sinn. Ljóst er að margir höfðu beðið óþreyjufullir eftir opnun líkamsræktarstöðva, en blásið var til undirskriftarsöfnunar þann 1. maí, þar sem þess var krafist að líkamsræktarstöðvar myndu opna. Helsta gagnrýni aðstandenda listans á aðferðir stjórnvalda við afléttingar samfélagslegra takmarkana var sú að sundlaugar hefðu fengið að opna viku fyrr en líkamsræktarstöðvar. Alls rituðu 1742 undir listann. Þá var einnig miðnæturopnun í World Class í Kringlunni. Alls voru tólf sem komu inn fyrstu tíu mínúturnar og óðu flestir beint í bekkpressuna. Starfsmaður á vakt sagðist ekki hafa vitað við hverju mætti búast, en bjóst þó við minna húllumhæi en yrði væntanlega í Laugum. Myndir frá Kringlunni fylgja hér að neðan. World Class Kringlunni.Vísir/Andri Ívið færri biðu þess að komast í stöð World Class í Kringlunni.Vísir/Andri
Líkamsræktarstöðvar Samkomubann á Íslandi Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08 Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Fleiri fréttir Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Sjá meira
Miðnæturopnun hjá World Class í Laugum Líkamsræktarstöðin World Class ætlar að opna dyrnar að stöðvum sínum á miðnætti á sunnudaginn. Þetta kemur fram í færslu World Class á samfélagsmiðlum. 22. maí 2020 12:08
Bjössi í World Class hundfúll Björn Leifsson, eigandi World Class, var ekki á meðal þeirra sem fagnaði óvæntum tíðindum á daglegum upplýsingafundi Almannavarna í dag. 4. maí 2020 17:00