Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Samúel Karl Ólason og Sylvía Hall skrifa 7. febrúar 2020 22:57 Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu. AP/Andrew Harnik Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. Vindman er einn þeirra sem báru vitni gegn Donald Trump, forseta í rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á meintum embættisbrotum hans. Framburður Vindman féll í grýttan jarðveg hjá hörðustu stuðningsmönnum Trump yst á hægri vængnum og í hægri sinnuðum fjölmiðlum. Efuðust þeir um þjóðrækni Vindman sem særðist þegar hann barðist fyrir Bandaríkin í Íraksstríðinu og var sæmdur heiðursorðu. Trump var sýknaður á miðvikudaginn og hefur síðan þá heitið hefndum. Lögmenn Vindman segja að bróður hans, sem er lögfræðingur hjá Þjóðaröryggisráðinu, hafi einnig verið fylgt úr Hvíta húsinu. Hann var þó ekki vitni gegn Trump. Sjá einnig: Bandamenn Trump ráðast á vitni vegna uppruna þess Fyrr í dag sagði Trump við blaðamenn að hann væri ekki ánægður með Alexander Vindman en það væri forsvarsmanna Þjóðaröryggisráðsins að ákveða næstu skref. Nokkrum klukkustundum síðar var forsetinn farinn að deila tístum þar sem kallað var eftir því að Vindmann yrði vikið úr starfi hið snarasta. Hér að neðan má sjá eitt tístanna sem forsetinn deildi. I’d fire him. I listened to his testimony in the SCIF. He’s a leaker, not a whistleblower. Vindman was upset that @realDonaldTrump didn’t follow the script Vindman prepared for the phone call. Current Commander in Chief doesn’t take orders from a Lt. Col.!https://t.co/a9KYrfiVFN— Thomas Massie (@RepThomasMassie) February 7, 2020 Vindman var sérfræðingur þjóðaröryggisráðsins í málefnum Úkraínu og bar vitni fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu möguleg embættisbrot Trump og tilraunir hans til að knýja úkraínsk stjórnvöld til að rannsaka pólitískan andstæðing. Einn lögmanna Vindman segir þetta skýrar pólitískar hefndaraðgerðir. Það leiki enginn vafi á því hvers vegna hann hefði misst starf sitt. „Sannleikurinn hefur kostað Alexander Vindman starf hans, starfsferil og einkalíf,“ sagði lögmaðurinn David Pressman í yfirlýsingu.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45 Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45 Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30 Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Sjá meira
Trump hótar vitni og vill láta afhjúpa uppljóstrara Bandaríkjaforseti boðar að hann láti birta upplýsingar um starfsmann hans eigins þjóðaröryggisráðs sem bar vitni í rannsókn Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump. 4. nóvember 2019 14:45
Skipað að þegja um áhyggjur sínar af símtali Trump og Zelenskíj Lögfræðingur sem reyndi að takmarka aðgang að eftirrit símtalsins skipaði einnig starfsmanni þjóðaröryggisráðsins að halda áhyggjum af símtalinu út af fyrir sig. 1. nóvember 2019 23:45
Hefur aldrei barist gegn spillingu í Úkraínu: „Forsetanum er drullusama um Úkraínu“ Bandamenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hafa ítrekað haldið því fram að honum sé annt um að berjast gegn kerfisbundinni spillingu í Úkraínu. Með því að halda aftur af tæplega 400 dollara neyðaraðstoð, sem þingið hafði samþykkt, hafi forsetinn verið að kanna vilja yfirvalda Úkraínu til að berjast gegn spillingu. Markmiðið hafi ekki verið að beita Úkraínumenn þrýstingi. 21. nóvember 2019 10:30
Sagði símtalið umdeilda óviðeigandi Alexander Vindman, meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins, segir umdeilt símtal Donald Trump og Volodymir Zelensky, forseta Bandaríkjanna og Úkraínu, hafa verið óviðeigandi. Það hefði ekki verið rétt af Trump að biðja erlendan þjóðarleiðtoga að rannsaka bandarískan borgara og pólitískan andstæðing hans. 19. nóvember 2019 15:30