Skólahljómsveit Kópavogs hefur fengið nýtt húsnæði Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 21:14 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, og Össur Geirsson skólastjóri hljómsveitarinnar við athöfnina í dag. Aðsend Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend Kópavogur Tónlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira
Ný kennsluaðstaða Skólahljómsveitar Kópavogs var vígð við hátíðlega athöfn í dag. Húsnæðið er nýbyggð álma við Álfhólsskóla í Digranesi þar sem er að finna kennslustofur, geymslurými og skrifstofu skólans ásamt æfingasal fyrir hljómsveitarstarfið. Í fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta sé fyrsta sérhannaða húsnæðið fyrir skólahljómsveit sem tekið sé í notkun á landinu. „Með húsnæðinu rætist langþráður draumur um varanlegt og sérhannað húsnæði fyrir hljómsveitina sem hefur starfað í Kópavogi í rúmlega hálfa öld, vonandi verður byggingin lyftistöng fyrir það góða starf sem Skólahljómsveit Kópavogs er þekkt fyrir,“ sagði Össur Geirsson skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs við tækifærið. Össur Geirsson, Ármann Kr. Ólafsson og Áslaug Eiríksdóttir, formaður foreldrafélags hljómsveitarinnar.Aðsend Í tilkynningunni kemur jafnframt fram að skólahljómsveitin hafi verið starfrækt frá árinu 1967 og því ríflega hálfrar aldar gömul. Nemendafjöldi frá upphafi skipti þúsundum og margir tónlistarmenn þjóðarinnar hafi stigið sín fyrstu skref í hljómsveitinni. Í dag eru um tvö hundruð nemendur í hljómsveitinni ásamt sextán kennurum sem flestir eru í hlutastarfi. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, sagði við athöfnina að skólahljómsveitin væri órjúfanlegur hluti menningarlífs bæjarins og hún hafi verið það í áratugi. Hún væri jafnframt mikilvægur hluti í tónlistaruppeldi barna í bænum. „Svo ég vitni í verðlaunahöfundinn Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur þá er Skólahjómsveit Kópavogs besta uppeldisstofnun sem völ er á og allir foreldrar ættu að senda börnin sín í hana. Þessi orð segja allt um hljómsveitina og það ómetanlega starf sem starfsfólk undir stjórn Össurar og forvera hans hafa unnið. Við í bæjarstjórn Kópavogs erum afar stolt af því að búa hljómsveitinni svona góða umgjörð,“ sagði Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs við vígsluna. Ármann Kr. Ólafsson sýndi nokkra takta ásamt Kjartani Guðnasyni, slagverksleikara og kennara við hljómsveitina.Aðsend
Kópavogur Tónlist Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Blóðug slagsmál tveggja landsfundagesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar“ Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Sjá meira