Það getur þetta enginn Sara Óskarsson skrifar 7. febrúar 2020 21:07 Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar