Heimurinn og heima Drífa Snædal skrifar 7. febrúar 2020 15:00 Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Skoðun Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi vikunnar sat ég fund Global Deal í París. Nafn þessa fyrirbæris hljómar eins og fjármálafyrirtæki en þetta er hins vegar samstarf á heimsvísu til að koma á sanngjörnum vinnumarkaði, siðferðilegum viðskiptum og auka lífsgæði. Það er áþreifanleg breyting hjá alþjóðastofnunum síðustu árin, hvort sem litið er til OECD, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eða Alþjóðabankans að orðið jöfnuður kemur sífellt oftar fyrir. Reyndar var til þess tekið á fundinum að ræðan sem framkvæmdastjóri OECD flutti hefði sómt sér í munni margra fulltrúa verkalýðsfélaga. Ástæða þess að þessi alþjóðasamtök eru farin að tala um aukinn jöfnuð er ekki endilega af því þau hafa séð ljósið heldur er misrétti í heiminum komið að þolmörkum og orðin uppspretta átaka innan samfélaga og víða um heim. Við erum komin að endastöð og eina leiðin áfram er að byggja brautir varðaðar auknum jöfnuði og auknu jafnrétti. Harðsvíruðustu kúgunarstofnanir skilja hvað klukkan slær; það er beinlínis ógn við frið að auka misrétti enn frekar. Í okkar smættuðu mynd hér á Íslandi er þetta alveg jafn satt eins og úti í heimi. Að auka jöfnuð og jafnrétti er eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi óánægju og átök. Undiraldan er sterk og styrkist með hverri hrokafullu yfirlýsingunni um að ekki sé hægt að gera meira fyrir láglaunafólk eða að ekki megi íþyngja útgerðarmönnum með auknum veiðileyfagjöldum, hvað þá að setja á hátekjuskatt til að dreifa byrðunum. Eina leiðin til að koma í veg fyrir vaxandi átök á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild er að feta leið jöfnuðar, það er hægt með mörgum leiðum bæði í gegnum ákvarðanir stjórnenda ríkisins og sveitarfélaga. Að leita frjórra leiða til að vinna gegn misrétti getur jafnvel orðið til að leysa kjaradeilur sem virðast í hnút. Að lokum vil ég fagna því samstarfi sem ASÍ og Neytendasamtökin voru að bindast í baráttunni gegn smálánastarfsemi. Vandi þeirra sem festast í neti þessara fyrirtækja er falinn en mjög raunverulegur og það er brýnt samfélagslegt verkefni að uppræta smálán á okurkjörum. Góða helgi, Drífa.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun