Manchester United sagt tilbúð að lækka verðið á Pogba um 4,8 milljarða Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 09:30 Paul Pogba hefur lítið sést í Manchester United búningnum að undanförnu. Getty/ James Williamson Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna. Enski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira
Paul Pogba er til sölu og það á hálfgerðu útsöluverði ef marka má fréttir ensku slúðurblaðanna í morgun. Ensku blöðin velta sér áfram upp úr næstu skrefum Manchester United og óvissunni í kringum framtíð Pogba. Paul Pogba er enn að jafna sig eftir uppskurð á ökkla en fór samt ekki með Manchester United liðinu í æfingabúðirnar til Spánar þar sem liðið undirbýr sig fyrir komandi átök eftir vetrarfríið. Það kemur fram í Daily Star en þeir hjá Sun hafa enn heitari uppslátt af stöðu mála hjá franska miðjumanninum. Samkvæmt frétt Sun þá hafa Paul Pogba og umboðsmaður hans Mino Raiola fengið grænt ljós á að Pogba yfirgefi félagið fái Manchester United nægan pening fyrir hann. Manchester United have reportedly lowered their asking price for Paul Pogba by £30m. It's in the football gossip https://t.co/kQ2JMt5QdD#MUFC#bbcfootballpic.twitter.com/qcciLrUy1N— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2020 Manchester United hefði getað selt Paul Pogba síðasta sumar en setti þá 180 milljón punda verðmiða á hann og það voru hvorki Real Madrid né Juventus tilbúin að borga. Pogba er enn bara 26 ára gamall og ætti að eiga mörg góð ár eftir. Ole Gunnar Solskjær og stjórnin hjá Manchester United eru hins vegar á því samkvæmt fyrrnefndri frétt að nú sér kominn tími á að selja leikmanninn. Það hefur verið mikið vesen á Pogba síðustu ár og ofan á það hafa bæst langvinn ökklameiðsli sem á endanum kölluðu á aðgerð. Hann hefur því aðeins náð að spila átta leiki fyrir Manchester United á leiktíðinni. Manchester United keypti hann á sínum tíma á 89 milljónir punda frá Juventus og ætlar ekki að selja hann ódýrt. Í fréttinni kemur hins vegar fram að nú sé búið að lækka verðmiðann um 30 milljónir punda eða 4,8 milljarða íslenskra króna. Pogba myndi samt kosta 150 milljónir punda sem er svo sem ekkert útsöluverð enda 24,5 milljarðar íslenskra króna.
Enski boltinn Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Sjá meira