Flaug í bæinn allar helgar til að vera með Írisi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. febrúar 2020 07:00 Árni og Íris á saman á tónleikum. Parið Árni Beinteinn og Íris Ragnhildardóttir hafa sent frá sér nýja níu laga plötu sem ber heitir Í eigin heimi. „Umfjöllunarefni plötunnar eru mörg og hvert lag segir sína sögu. Fyrstu textarnir urðu til þegar við vorum nýbúin að kynnast og fjalla um að finna sterka tengingu sín á milli en svo eru önnur lög þyngri. Þau fjalla um að missa manneskjur úr lífi sínu, efasemdir og eftirsjá. Ætli þetta sé ekki bara eins og í lífinu sjálfu, oft stutt á milli hláturs og gráturs,“ segir Árni Beinteinn og heldur áfram. „Tónlistarsköpun og útgáfa sameinar áhugamálin okkar og okkur finnst mjög þægilegt að vinna saman. Íris Rós er alltaf að semja lög samhliða tónsmíðanáminu sem hún er að klára og svo þróum við þau saman,“ segir Árni. Hann semur textana og svo syngja þau saman. Íris við tökur í Stúdíó Sýrlandi. „Við höfum farið í upptökuver reglulega síðustu tvö ár að vinna í nýjum lögum og vorum komin með ágætis safn af lögum sem okkur langaði að koma frá okkur. Upphaflega stefndum við að því að gefa tónlistina út síðasta haust en höfum verið á fullu í öðrum verkefnum síðustu mánuði svo við ákváðum að nú væri kominn tími til þess að gefa þetta út svo við getum hreinsað hugann og farið að einbeita okkur að nýju efni.“ Árni Beinteinn var að frumsýna söngleik með leikfélagi Akureyrar, Vorið vaknar, síðustu helgi og hefur meira og minna búið fyrir norðan síðan í nóvember á síðasta ári. „Ég er samt búinn að fljúga í bæinn allar helgar til að vera með Írisi sem er komin sjö mánuði á leið en við eigum von á okkar fyrsta barni í apríl,“ segir Árni. „Ætli það sé ekki þess vegna sem það eru níu lög á plötunni. Eitt lag fyrir hvern mánuð meðgöngunnar. Níu lög, níu mánuðir, nýtt líf. Það er margt búið að gerast á stuttum tíma hjá okkur og við erum allt í einu búin að fullorðnast svo hratt. Ætli næsta plata muni ekki fjalla um það.“ Hér að neðan má hlusta á plötuna. Menning Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Parið Árni Beinteinn og Íris Ragnhildardóttir hafa sent frá sér nýja níu laga plötu sem ber heitir Í eigin heimi. „Umfjöllunarefni plötunnar eru mörg og hvert lag segir sína sögu. Fyrstu textarnir urðu til þegar við vorum nýbúin að kynnast og fjalla um að finna sterka tengingu sín á milli en svo eru önnur lög þyngri. Þau fjalla um að missa manneskjur úr lífi sínu, efasemdir og eftirsjá. Ætli þetta sé ekki bara eins og í lífinu sjálfu, oft stutt á milli hláturs og gráturs,“ segir Árni Beinteinn og heldur áfram. „Tónlistarsköpun og útgáfa sameinar áhugamálin okkar og okkur finnst mjög þægilegt að vinna saman. Íris Rós er alltaf að semja lög samhliða tónsmíðanáminu sem hún er að klára og svo þróum við þau saman,“ segir Árni. Hann semur textana og svo syngja þau saman. Íris við tökur í Stúdíó Sýrlandi. „Við höfum farið í upptökuver reglulega síðustu tvö ár að vinna í nýjum lögum og vorum komin með ágætis safn af lögum sem okkur langaði að koma frá okkur. Upphaflega stefndum við að því að gefa tónlistina út síðasta haust en höfum verið á fullu í öðrum verkefnum síðustu mánuði svo við ákváðum að nú væri kominn tími til þess að gefa þetta út svo við getum hreinsað hugann og farið að einbeita okkur að nýju efni.“ Árni Beinteinn var að frumsýna söngleik með leikfélagi Akureyrar, Vorið vaknar, síðustu helgi og hefur meira og minna búið fyrir norðan síðan í nóvember á síðasta ári. „Ég er samt búinn að fljúga í bæinn allar helgar til að vera með Írisi sem er komin sjö mánuði á leið en við eigum von á okkar fyrsta barni í apríl,“ segir Árni. „Ætli það sé ekki þess vegna sem það eru níu lög á plötunni. Eitt lag fyrir hvern mánuð meðgöngunnar. Níu lög, níu mánuðir, nýtt líf. Það er margt búið að gerast á stuttum tíma hjá okkur og við erum allt í einu búin að fullorðnast svo hratt. Ætli næsta plata muni ekki fjalla um það.“ Hér að neðan má hlusta á plötuna.
Menning Tónlist Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira