Réttindi fólks besta vörnin gegn veirunni Drífa Snædal skrifar 13. mars 2020 12:15 Ég ætla ekki að fjölyrða um erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir, við erum öll upplýst um þá en við skulum passa okkur á þeirri klisju að við séum öll í sama báti. Við erum það ekki. Aðstæður fólks eru mjög misjafnar. Sumir hafa borð fyrir báru í orlofsdögum, veikindarétti og jafnvel sparifé á meðan lítið má út af bregða hjá öðrum. Við erum sem sagt ekki öll í sama báti og höfum aldrei verið. Við þurfum hins vegar að sannmælast um aðgerðir sem tryggja hag almennings en ekki sérhagsmuna, vernda þá sem verst standa og á sama tíma ná markmiðum um að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþýðusambandið er í samskiptum við stjórnvöld og atvinnurekendur um nauðsynleg fyrstu viðbrögð til að tryggja afkomu fólks, en sú trygging mun ráða úrslitum um hvort hægt sé að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þau lönd sem beita samfélagslegum lausnum og hafa almannakerfi til að styðjast við standa miklu betur að vígi en þau lönd þar sem hver verður að bjarga sjálfum sér. Það er ekki tilviljun að fyrsta verk ríkisstjórna Norðurlandanna var að tryggja greiðslur til fólks í veikindum eða sóttkví, það er besta vörnin. Næsta vers er að bregðast fljótt og örugglega við öðrum þáttum og við munum næstu daga móta þær aðgerðir sem við teljum brýnastar til lengri og skemmri tíma. Ein stærsta hættan í óvissuástandi, hamförum eða efnahagsþrengingum er að hlaupið sé til og teknar afdrifaríkar ákvarðanir sem veikja kerfi sem eiga að tryggja almannahag. Við búum að því í dag að ekki var gripið til stórfelldrar einkavæðingar eða verðmætar þjóðareignir seldar í hruninu fyrir tólf árum. Það réði úrslitum um að kreppan varð ekki dýpri. Það er stefnt að því að síðar í dag berist fréttir af ráðstöfunum til að tryggja hag vinnandi fólks, bæði sem er í sóttkví og þess sem starfar hjá fyrirtækjum sem þurfa að draga saman seglin. Frekari tillögur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða svo kynntar næstu daga. Verndum kerfin okkar, hóstum í klúta, þvoum og sprittum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Ég ætla ekki að fjölyrða um erfiðleikana sem við stöndum frammi fyrir, við erum öll upplýst um þá en við skulum passa okkur á þeirri klisju að við séum öll í sama báti. Við erum það ekki. Aðstæður fólks eru mjög misjafnar. Sumir hafa borð fyrir báru í orlofsdögum, veikindarétti og jafnvel sparifé á meðan lítið má út af bregða hjá öðrum. Við erum sem sagt ekki öll í sama báti og höfum aldrei verið. Við þurfum hins vegar að sannmælast um aðgerðir sem tryggja hag almennings en ekki sérhagsmuna, vernda þá sem verst standa og á sama tíma ná markmiðum um að hefta útbreiðslu veirunnar. Alþýðusambandið er í samskiptum við stjórnvöld og atvinnurekendur um nauðsynleg fyrstu viðbrögð til að tryggja afkomu fólks, en sú trygging mun ráða úrslitum um hvort hægt sé að hægja á útbreiðslu COVID-19. Þau lönd sem beita samfélagslegum lausnum og hafa almannakerfi til að styðjast við standa miklu betur að vígi en þau lönd þar sem hver verður að bjarga sjálfum sér. Það er ekki tilviljun að fyrsta verk ríkisstjórna Norðurlandanna var að tryggja greiðslur til fólks í veikindum eða sóttkví, það er besta vörnin. Næsta vers er að bregðast fljótt og örugglega við öðrum þáttum og við munum næstu daga móta þær aðgerðir sem við teljum brýnastar til lengri og skemmri tíma. Ein stærsta hættan í óvissuástandi, hamförum eða efnahagsþrengingum er að hlaupið sé til og teknar afdrifaríkar ákvarðanir sem veikja kerfi sem eiga að tryggja almannahag. Við búum að því í dag að ekki var gripið til stórfelldrar einkavæðingar eða verðmætar þjóðareignir seldar í hruninu fyrir tólf árum. Það réði úrslitum um að kreppan varð ekki dýpri. Það er stefnt að því að síðar í dag berist fréttir af ráðstöfunum til að tryggja hag vinnandi fólks, bæði sem er í sóttkví og þess sem starfar hjá fyrirtækjum sem þurfa að draga saman seglin. Frekari tillögur og kröfur verkalýðshreyfingarinnar verða svo kynntar næstu daga. Verndum kerfin okkar, hóstum í klúta, þvoum og sprittum! Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar