Erlent

Átta fórust í eldsvoða á heimili fatlaðra

Slökkviliðsmenn að störfum við heimilið í morgun.
Slökkviliðsmenn að störfum við heimilið í morgun. Vísir/EPA

Eldur sem kom upp í heimili fatlaðra í bænum Vejprty í vestanverðu Tékklandi í nótt var að átta heimilismönnum að bana. Eldsvoðinn er sagður sá næst mannskæðasti í Tékklandi í þrjátíu ár en þrjátíu manns til viðbótar slösuðust.

Breska ríkisútvarpið BBC segir að upptök eldsins séu óljós. Tilkynnt var um hann skömmu fyrir klukkan fimm að morgni að staðartíma. Þýskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn komu yfir landamærin til að aðstoða heimamenn en vonskuveður torveldaði slökkvistarf. Vejprty er um hundrað kílómetrum norðvestur af höfuðborginni Prag.

Níu útigangsmenn létu lífið í eldsvoða í Prag árið 2000. Eldsvoðinn í Vejprty er sá næstversti í Tékklandi frá árinu 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×