Innlent

Leik­skóla­börn og starfs­menn leik­skóla í Mos­fells­bæ í fjór­tán daga sótt­kví

Atli Ísleifsson skrifar
Mosfellsbær.
Mosfellsbær. Vísir/Vilhelm

Um áttatíu leikskólabörn og 24 starfsmenn leikskólans Hlaðhamra í Mosfellsbæ hafa verið sett í fjórtán daga sóttkví eftir að starfsmaður leikskólans greindist með kórónuveirusmit.

Þetta staðfestir Linda Udengård, framkvæmdastjóri fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar, í samtali við Vísi.

Umræddur starfsmaður mætti síðast til vinnu fyrr í vikunni, en engir starfsmenn eða börn mættu í skólann í dag.

„Um leið og smit var staðfest hóf rakningarteymi samhæfingarstöðvar almannavarna vinnu við að rekja ferðir starfsmannsins innan sem utan vinnustaðarins. Hafi rakningarteymið svo tekið ákvörðun um að loka leikskólanum tímabundið í samráði við sérfræðinga,“ segir Linda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×