Vægum viðbrögðum kennt um margfalda dánartíðni Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 17. apríl 2020 15:53 Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, hefur mikið verið á milli tannanna á fólki í Svíþjóð síðustu vikurnar. AP Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Sænsk stjórnvöld segjast ósátt við umfjöllun heimspressunnar um viðbrögð Svía við kórónuveirufaraldrinum. Á fjórtánda þúsund hafa nú smitast í Svíþjóð og fjórtán hundruð látið lífið. Ríkisstjórnin hefur ekki lokað skólum né sett á útgöngubann, líkt og flest nágrannaríkin, og hefur það vakið þó nokkra athygli. Þá hafa Svíar sömuleiðis tekið tiltölulega fá sýni. Öfugt við Svía hafa Norðmenn, Finnar og Danir beitt útgöngubanni og lokað skólum. Ef litið er til fjölda smitaðra og látinna í þessum löndum má sjá að andlát eru mun tíðari í Svíþjóð en hinum löndunum. Þessi vægari viðbrögð Svía hafa vakið gagnrýni og umtal. Hafa gagnrýnt viðbrögð yfirvalda Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði á Twitter í gærkvöldi að tala látinna sýndi hversu miklu munaði á aðgerðum ríkjanna. 22 læknar og fræðimenn birtu gagnrýni á stjórnvöld í Dagens Nyheter á þriðjudag og sögðu stjórnvöld hafa brugðist. Anders Tegnell, sóttvarnalæknir Svía, mótmælti þessu. Sagði hann að misræmið í dánartíðni skýrðist af miklu leyti af því að sóttin hafi borist á fleiri hjúkrunarheimili í Svíþjóð en annars staðar. Þetta sé sum sé ekki aðgerðaleysi að kenna heldur því að Svíum hafi mistekist almennt að vernda eldri borgara. Goðsaga, ímyndin sem dregin er upp erlendis Félagsmálaráðherra og utanríkismálaráðherra héldu blaðamannafund í dag og sögðust ósammála því að viðbrögð Svía væru gjörólík því sem sést hefur annars staðar. „Það er goðsaga að daglegt líf haldi áfram líkt og ekkert hafi í skorist í Svíþjóð,“ sagði utanríkisráðherrann Ann Linde. Fjölga sýnatökum Johan Carlson, yfirmaður Lýðheilsustofnunar Svíþjóðar, sagði að ástæðan fyrir vægari aðgerðum væri einna helst sú að þannig þurfi Svíar ekki strax að hugsa um afléttingu aðgerða líkt og fjöldi ríkja gerir nú. Í rauninni væri hægt að halda áfram á þessari sömu braut allt fram til ársins 2022 ef nauðsyn krefur. Stefan Löfven forsætisráðherra sagði að nú stæði til að fjölga sýnatökum. Varaði hann þó við því að þúsundir muni liggja í valnum þegar upp er staðið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira