Innlent

Bubba-sýningin verður frumsýnd í kvöld

Jakob Bjarnar skrifar
Meðan Magnús Geir skellir í lás, dyrum Þjóðleikhússins vegna kórónuveirunnar verður dagskráin um helgina í Borgarleikhúsinu, hvar Brynhildur Guðjónsdóttir ræður ríkjum, samkvæmt áætlun.
Meðan Magnús Geir skellir í lás, dyrum Þjóðleikhússins vegna kórónuveirunnar verður dagskráin um helgina í Borgarleikhúsinu, hvar Brynhildur Guðjónsdóttir ræður ríkjum, samkvæmt áætlun.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Borgarleikhússins verður dagskrá þar um helgina óbreytt þrátt fyrir samkomubann sem stjórnvöld hafa lýst yfir. Það samkomubann tekur ekki gildi fyrr en á mánudaginn og því verður Níu líf, söngleikurinn um Bubba Morthens, frumsýnt í kvöld eins og til stóð. Spenntir leikhús- og Bubbaaðdáendur geta því eftir sem áður látið sig hlakka til kvöldsins.

Hitt stóra leikhúsið hefur hins vegar skellt í lás, öllum sýningum hefur verið frestað þegar í stað.

„Þar sem samkomubann hefur verið sett á í landinu þarf Þjóðleikhúsið, eins og aðrar sviðslistastofnanir, að fresta sýningum um óákveðinn tíma. Helstu sviðslistastofnanir þjóðarinnar, þar á meðal Þjóðleikhúsið, eru í samstarfi um viðbrögð vegna Covid-19 veirunnar. Þó samkomubannið bresti ekki á með formlegum hætti fyrr en á sunnudag, þá hefur leikhúsið ákveðið að fella niður sýningar helgarinnar þegar í stað í varúðarskyni,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×