Segja póstatkvæði brjóta á rétti kjósenda og höfða mál gegn Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 08:46 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir mikilvægt að tryggja öryggi kjósenda í nóvember. EPA/RICH PEDRONCELLI Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira
Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Sjá meira