Segja póstatkvæði brjóta á rétti kjósenda og höfða mál gegn Kaliforníu Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 08:46 Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, segir mikilvægt að tryggja öryggi kjósenda í nóvember. EPA/RICH PEDRONCELLI Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira
Þrenn samtök Repúblikana, og þar á meðal Landsnefnd Repúblikanaflokksins, hafa höfðað mál gegn Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu. Tilefni málaferlanna er að hann hefur gefið út þá tilskipun að kjörseðlar verði sendir til allra skráða kjósenda í ríkinu í kosningunum í nóvember. Þá ákvörðun tók Newsom þann 8. maí og varð Kalifornía fyrsta ríkið þar sem þessi ákvörðun var tekin vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Repúblikanar segja að kosningar sem fari fram með þessum hætti muni bjóða upp á kosningasvik. Donald Trump. forseti, hefur til að mynda ítrekað haldið því fram að víðtækt kosningasvindl fylgi póstatkvæðum. Meðal annars hefur hann sagt að hann hafi í raun fengið fleiri atkvæði en Hillary Clinton í kosningunum árið 2016, sé tillit tekið til kosningasvika. Sjá einnig: Ráðgjafi Trump sagði flokkinn reiða sig á að hindra kjósendur Hann hefur þó aldrei rökstutt þær yfirlýsingar sínar og rannsóknarnefnd sem hann setti á laggirnar og átti að staðfesta kosningasvindl var tiltölulega fljótt leyst upp án niðurstöðu. Einn meðlimur nefndarinnar sagði eftir á að henni hafi eingöngu verið ætlað að styðja innihaldslaus orð forsetans. Ronna McDaniel, framkvæmdastýra Landsnefndar Repúblikanaflokksins, opinberaði lögsóknina á Twitter í nótt. Þar sakaði hún Demókrata um að nýta faraldurinn til að tryggja sér völd og sagði hún að póstatkvæðin myndu grafa undan trausti íbúa Kaliforníu á kosningarnar. I am pleased to announce that the RNC, @NRCC & @CAGOP just sued Gavin Newsom over his illegal election power grab.His radical plan is a recipe for disaster that would create more opportunities for fraud & destroy the confidence Californians deserve to have in their elections.— Ronna McDaniel (@GOPChairwoman) May 24, 2020 Í frétt LA Times segir að í lögsókninni sjálfri sé Newsom sakaður um að reyna að hrifsa til sín völd á óskammfeilinn máta og brjóta á réttindum þeirra sem hafa raunverulegan rétt á því að kjósa. Lögsóknin endurspeglar ummæli Trump sem hótaði nýverið að halda aftur af fjárveitingum til ríkja sem heimili póstatkvæði. Newsom og embættismenn segja póstatkvæði nauðsynleg til að tryggja öryggi kjósenda, því faraldurinn verði að öllum líkindum enn til staðar í nóvember. Ríkisstjórinn hefur enn fremur sagt að hann sé ekki að brjóta lög. Alex Padilla, innanríkisráðherra Kaliforníu greip einnig til Twitter í nótt vegna lögsóknarinnar og sagði það að gera kjósendum auðveldara að kjósa á tímum faraldurs væri ekki pólitískt mál. Það væri mikilvægt að tryggja rétt fólks til að kjósa og það á öruggan hátt. Hann sagði að notast hafi verið við póstatkvæði í mörgum ríkjum um árabil og það hafi gengið vel. Padilla bætti við að lögsóknin væri eingöngu liður í áróðri Trump gegn póstatkvæðum og Kalifornía myndi ekki leyfa hagsmunaöflum að nýta faraldurinn til að koma niður á réttindum fólks til að kjósa. Expanding vote-by-mail during a pandemic is not a partisan issue — it’s a moral imperative to protect voting rights and public safety. Vote-by-mail has been used safely and effectively in red, blue, and purple states for years. (1/2)— Alex Padilla (@AlexPadilla4CA) May 25, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Sjá meira