Reynir Traustason nýr ritstjóri Mannlífs Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2020 15:19 Reynir Traustason hefur marga fjöruna sopið á vettvangi fjölmiðlanna, sem harðsnúinn blaðamaður og ritstjóri. Hann var hættur en snýr nú til baka. Hann segir enga leið að hætta. visir/vilhelm „Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Ég var náttúrlega bara hættur. Svo allt í einu rann upp fyrir mér ljós. Engin leið að hætta, eins og segir í Stuðmannalaginu. Mér hefur liðið vel, fór til fjalla, hugsaði málið í sex ár og svo er ég kominn aftur. Það er bara svoleiðis,“ segir Reynir Traustason blaðamaður sem tekur við ritstjórnartaumum á Mannlífi, vikublaði sem dreift er frítt. Auk þess sem rekinn samnefndur vefur. Útgefandi er Birtingur sem að auki gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Eigandi, sem jafnframt er útgefandi og ábyrgðarmaður, er Halldór Kristmannsson. Útgáfustjóri Mannlífs er svo Roald Evindarsson. Hólmfríður Gísladóttir hættir störfum sem fréttastjóri Mannlífs samhliða þessum breytingum. Reynir segist hafa haft í hyggju að vera rólegur og einbeita sér að öðru en svo fannst honum þetta spennandi kostur þegar hann kom upp. „Bransinn er allur í einhverri klessu. Við vitum ekkert hvernig þetta þróast. En, ég er spenntur að snúa aftur,“ sagði Reynir í samtali við Vísi í gær. Og varðist allra frétta þó hann hafi verið að gefa eitt og annað til kynna í dularfullum Facebook-færslum. „Ég þarf að fara í klippingu svo fólk verði ekki hrætt við mig. En ég geng með bros á vörð að þessu verkefni,“ sagði Reynir léttur í gær. Þetta hafi komið upp óvænt og hann ákveðið að taka þennan slag. „Lífið fer í hringi.“ Reynir er einn stofnenda Stundarinnar og á þar 14 prósenta hlut. Sonur Reynis, Jón Trausti, er ritstjóri þar ásamt Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur. Reynir segir að þetta verkefni eigi ekki að þurfa að rekast á við það. „Ég hef ekki skipt mér að rekstrinum í tvö ár. Ég styð þetta fólk eindregið, þau eru að gera fína hluti og það er allt í lagi. Þau eru í hagnaði sem er afrek út af fyrir sig. En, Stundin er ekki alveg minn fjölmiðill. Ég er poppaðari en svo. Stundin er flott blað en alvörugefið, ég er ekki eins alvörugefinn einstaklingur. En, meðan vel gengur er maður þögull hluthafi.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira