Strætó og Sorpa Vigdís Hauksdóttir skrifar 13. mars 2020 17:45 Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Hauksdóttir Vistvænir bílar Strætó Sorpa Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á næsta fundi borgarstjórnar sem haldinn verður 17. mars nk. legg ég til að borgarstjórn samþykki að beina því stjórnar Strætó bs. að stefna að því í framtíðinni að kaupa eingöngu vagna sem ganga fyrir metani. Upphaf þessa máls er fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 21. febrúar sl. þar sem kom fram að fyrir fundinum lágu drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna. Af þessu tilefni bókaði ég eftirfarandi. „Fram kemur í fundargerðinni að fyrir fundinum hafi legið drög að útboðsgögnum fyrir rafvagna og að gögnin væru í yfirlestri hjá lögfræðingum og stefnt að útboði eftir lestur þeirra. Hvers vegna fer ekki saman hljóð og mynd í B-hluta félögum borgarinnar. Fyrir liggur að mikil vandræði eru að koma því metani sem Sorpa framleiðir í umferð og allar fjárhagsáætlanir gera ráð fyrir 100% sölu þess. Ég sem kjörinn fulltrúi verð að fara fram á það að fallið verði frá útboði Strætó um að kaupa rafvagna og fara í stað þess í útboð á vögnum sem ganga fyrir metani. Það getur hvert barn séð að samlegðaráhrifin eru gríðarleg í báðum B-hluta fyrritækjanna til sparnaðar fyrir útsvarsgreiðendur. Nú verða stjórnir félaganna beggja að opna augum fyrir þessum staðreyndum.“ Samkvæmt ársreikningum fyrir árið 2018 á Reykjavík 60,3% í Strætó og 56,5% í Sorpu. Þessi fyrirtæki verða að vinna saman að umhverfismálum og ekki síður að nota þá auðlind sem verið er að búa til hjá Sorpu með framleiðslu metangass. Hér koma nokkrir áhersluþættir úr stefnum Strætó í umhverfismálum: Að innleiða notkun á vistvænum orkugjöfum eða orkutækni Að aukinn verði hlutur úrgangs sem fer til endurvinnslu og endurnýtingar Að taka tillit til umhverfissjónarmiða við innkaup á vörum og þjónustu og að innleiða vistvæn innkaup Fullyrt er að metanmöguleikar Íslands er svo miklir að þeir nægja til að knýja allan bílaflota landsins með því metani sem ný gas- og jarðgerðarstöð Sorpu áætlar að framleiða. Ekki er hægt að líta framhjá þeim staðreyndum og stjórn Strætó verður að sýna samfélagslega ábyrgð með því að kaupa í framtíðinni eingöngu vagna sem ganga fyrir metani til að koma þessum verðmætum í umferð. Metan er öruggt, skaðlaust við innöndun og snertingu, ódýrara en annað eldsneyti og umhverfisvænt í samanburði við aðra valkosti til vélknúinna samgangna. Við brennslu metans er losun útblástursefna töluvert minni en við brennslu bensíns eða dísilolíu. Metan er aðaluppistaðan í jarðgasi. Metan er gróðurhúsalofttegund og með bruna verður til vatn og koltvísýringur. Munurinn á metani og jarðgasi er sá að metan verður til úr lífrænu efni með bruna sem skilar til baka koltvísýringi sem plöntur tóku úr andrúmsloftinu á meðan bruni á jarðgasi bætir við gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftið. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem Sorpa framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, Sorpa bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun