Varði helginni í golf, móðganir og morðásakanir Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2020 12:05 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Donald Trump varði helginni í að spila golf, í fyrsta sinn um nokkurt skeið, og að tísta móðgunum, lygum og alls konar dylgjum um andstæðinga sína. Meðal annars dreifði hann tístum þar sem Hillary Clinton var kölluð „gæra“, gert var grín að þyngd stjórnmálakonu frá Georgíu og gert var grín að útliti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þá tísti hann ítrekað ásökunum um að fyrrverandi þingmaður og núverandi þáttastjórnandi sem honum er illa við, hafi framið morð á árum áður. Í gær sagði Trump að þeim fækkaði um allt landið sem hefðu smitast af Covid-19. Það er ekki rétt. Nýjum tilfellum fer fækkandi víða, á stöðum eins og New York, þar sem faraldurinn hófst snemma, og vegna þessarar fækkunar hefur tilfellum heilt yfir fækkað á landsvísu. Víða um Bandaríkin fer smituðum þó fjölgandi og þá sérstaklega á strjálbýlum svæðum þar sem dauðsföllum hefur sömuleiðis fjölgað verulega. Cases, numbers and deaths are going down all over the Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Trump endurbirti mörg tíst stuðningsmanns síns á tiltölulega skömmum tíma í gær. Þar fór John K. Stahl, sem gerði misheppnaða tilraun til að komast á þing fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2012, hörðum orðum um ýmsa andstæðinga Trump og laug um póstatkvæði. Hann hæddist einnig að útlit Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og hæddist að þyngd stjórnmálakonunnar Stacey Abrams, sem er meðal þeirra sem Joe Biden er að íhuga sem varaforsetaframbjóðendur. Hann endurtísti einnig tísti þar sem Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, var kölluð gæra en það virðist hafa verið fjarlægt. Þá tísti Trump aftur ásökunum um að þáttastjórnandinn Joe Scarborough hafi framið morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. A lot of interest in this story about Psycho Joe Scarborough. So a young marathon runner just happened to faint in his office, hit her head on his desk, & die? I would think there is a lot more to this story than that? An affair? What about the so-called investigator? Read story! https://t.co/CjBXBXxoNS— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Aðstoðarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. Trump hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að sýna föllnum hermönnum ekki virðingu um helgina en í dag er svokallaður minningardagur þar sem Bandaríkjamenn hylla fallna hermönnum landsins. Trump mun þó taka þátt í minningarathöfn Í Baltimore í dag, gegn vilja borgarstjóra borgarinnar. Golfspilun Trump á bæði laugardag og sunnudag hefur vakið þónokkra athygli og sérstaklega með tilliti til þess að hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að spila golf þegar tveir Bandaríkjamenn höfðu greinst með ebólu árið 2014. Nú hafa nærri því minnst hundrað þúsund manns dáið vegna Covid-19 og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur leikið Bandaríkin grátt. Framboð Joe Biden gaf út auglýsingu í gær þar sem Trump var gagnrýndur fyrir að spila golf um helgina og brást hann reiður við. Trump sagði þetta í fyrsta sinn sem hann spilaði golf í tæpa þrjá mánuði og sagði það vera líkamsrækt. Því næst gagnrýndi hann Biden, sem var varaforseti Obama, og Obama sjálfan. Sagði hann forvera sinn hafa alltaf verið að spila golf og ferðast oft til Hawaii til að spila golf, með tilheyrandi mengun. Trump hefur varið fleiri dögum á golfvöllum sínum á rúmum þremur árum en Obama gerði á sama tíma. Alls hefur Trump varið 251 degi á einhverjum af golfvöllum sínum og hefur verið staðfest að hann hafi spilað golf minnst 119 sinnum, samkvæmt Trumpgolfcount.com, sem byggir á fréttum af ferðum forsetans frá þeim blaðamönnum sem fylgja honum. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi reynt að forðast það að blaðamenn kæmust að því að hann væri að spila golf. Obama spilaði golf rúmlega 330 sinnum á átta árum. Meirihluta hringa spilaði hann á völlum á herstöðvum í grennd við Washington DC sem hann ferðaðist til með þyrlu. Trump hefur ávallt ferðast til eigin golfvalla og jafnval langar leiðir, eins og til Flórída. ...vacationing, relaxing & making shady deals with other countries, & that Barack was always playing golf, doing much of his traveling in a fume spewing 747 to play golf in Hawaii - Once even teeing off immediately after announcing the gruesome death of a great young man by ISIS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 25, 2020 Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Donald Trump varði helginni í að spila golf, í fyrsta sinn um nokkurt skeið, og að tísta móðgunum, lygum og alls konar dylgjum um andstæðinga sína. Meðal annars dreifði hann tístum þar sem Hillary Clinton var kölluð „gæra“, gert var grín að þyngd stjórnmálakonu frá Georgíu og gert var grín að útliti Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Þá tísti hann ítrekað ásökunum um að fyrrverandi þingmaður og núverandi þáttastjórnandi sem honum er illa við, hafi framið morð á árum áður. Í gær sagði Trump að þeim fækkaði um allt landið sem hefðu smitast af Covid-19. Það er ekki rétt. Nýjum tilfellum fer fækkandi víða, á stöðum eins og New York, þar sem faraldurinn hófst snemma, og vegna þessarar fækkunar hefur tilfellum heilt yfir fækkað á landsvísu. Víða um Bandaríkin fer smituðum þó fjölgandi og þá sérstaklega á strjálbýlum svæðum þar sem dauðsföllum hefur sömuleiðis fjölgað verulega. Cases, numbers and deaths are going down all over the Country!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Trump endurbirti mörg tíst stuðningsmanns síns á tiltölulega skömmum tíma í gær. Þar fór John K. Stahl, sem gerði misheppnaða tilraun til að komast á þing fyrir Repúblikanaflokkinn árið 2012, hörðum orðum um ýmsa andstæðinga Trump og laug um póstatkvæði. Hann hæddist einnig að útlit Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og hæddist að þyngd stjórnmálakonunnar Stacey Abrams, sem er meðal þeirra sem Joe Biden er að íhuga sem varaforsetaframbjóðendur. Hann endurtísti einnig tísti þar sem Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, var kölluð gæra en það virðist hafa verið fjarlægt. Þá tísti Trump aftur ásökunum um að þáttastjórnandinn Joe Scarborough hafi framið morð. Hann hefur reyndar gert það áður, árið 2017, en ekkert er til í þeim ásökunum. A lot of interest in this story about Psycho Joe Scarborough. So a young marathon runner just happened to faint in his office, hit her head on his desk, & die? I would think there is a lot more to this story than that? An affair? What about the so-called investigator? Read story! https://t.co/CjBXBXxoNS— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 24, 2020 Aðstoðarkona Scarsborough fannst látin á skrifstofu hans árið 2001. Rannsókn leiddi í ljós að hún var með óeðlilegan hjartslátt og hafði misst meðvitund. Þegar hún féll sló hún höfðinu í borð og dó þess vegna. Trump hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að sýna föllnum hermönnum ekki virðingu um helgina en í dag er svokallaður minningardagur þar sem Bandaríkjamenn hylla fallna hermönnum landsins. Trump mun þó taka þátt í minningarathöfn Í Baltimore í dag, gegn vilja borgarstjóra borgarinnar. Golfspilun Trump á bæði laugardag og sunnudag hefur vakið þónokkra athygli og sérstaklega með tilliti til þess að hann gagnrýndi Barack Obama, forvera sinn, harðlega fyrir að spila golf þegar tveir Bandaríkjamenn höfðu greinst með ebólu árið 2014. Nú hafa nærri því minnst hundrað þúsund manns dáið vegna Covid-19 og faraldur nýju kórónuveirunnar hefur leikið Bandaríkin grátt. Framboð Joe Biden gaf út auglýsingu í gær þar sem Trump var gagnrýndur fyrir að spila golf um helgina og brást hann reiður við. Trump sagði þetta í fyrsta sinn sem hann spilaði golf í tæpa þrjá mánuði og sagði það vera líkamsrækt. Því næst gagnrýndi hann Biden, sem var varaforseti Obama, og Obama sjálfan. Sagði hann forvera sinn hafa alltaf verið að spila golf og ferðast oft til Hawaii til að spila golf, með tilheyrandi mengun. Trump hefur varið fleiri dögum á golfvöllum sínum á rúmum þremur árum en Obama gerði á sama tíma. Alls hefur Trump varið 251 degi á einhverjum af golfvöllum sínum og hefur verið staðfest að hann hafi spilað golf minnst 119 sinnum, samkvæmt Trumpgolfcount.com, sem byggir á fréttum af ferðum forsetans frá þeim blaðamönnum sem fylgja honum. Þá hafa fregnir borist af því að Trump hafi reynt að forðast það að blaðamenn kæmust að því að hann væri að spila golf. Obama spilaði golf rúmlega 330 sinnum á átta árum. Meirihluta hringa spilaði hann á völlum á herstöðvum í grennd við Washington DC sem hann ferðaðist til með þyrlu. Trump hefur ávallt ferðast til eigin golfvalla og jafnval langar leiðir, eins og til Flórída. ...vacationing, relaxing & making shady deals with other countries, & that Barack was always playing golf, doing much of his traveling in a fume spewing 747 to play golf in Hawaii - Once even teeing off immediately after announcing the gruesome death of a great young man by ISIS!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 25, 2020
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Val Kilmer er látinn Lífið Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Fleiri fréttir Telja fórnarlömb raðnauðgarans Zou vera á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent