Áhrif COVID faraldursins á fátæk ríki helsta umræðuefnið Heimsljós 17. apríl 2020 19:30 Hugh Kinsella Cunningham/World Health Organization Áskoranir í tengslum við COVID-19 faraldurinn og áhrif hans á fátækari ríki heims voru efst á baugi á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr í dag. Ljóst er að mörg þróunarríki eru verr í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við heilsufars-, efnahags- og félagslegar afleiðingar faraldursins þar sem heilbrigðis- og efnahagskerfi þeirra eru veikburða. David Malpass forseti Alþjóðabankans lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að bankinn veitti fátækustu ríkjunum aðstoð og fagnaði því að brugðist hafi verið við ákalli Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að tvíhliða lánveitendur veiti þróunarríkjum tímabundinn gjaldfrest á skuldum til að gefa þeim meira svigrúm til að bregðast við faraldrinum. Á fundinum flutti Dag Inge Ulstein, norski þróunarsamvinnuráðherrann, ávarp fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem Ísland leiðir um þessar mundir. Geir H. Haarde aðalfulltrúi kjördæmisins tók einnig þátt í fundinum sem var að þessu sinni fjarfundur vegna COVID-19 ástandsins. Í yfirlýsingu fagnaði kjördæmið skjótum viðbrögðum Alþjóðabankans. Bankinn hefur nú þegar samþykkt verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki og hyggst veita allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum í frekari aðstoð. Kjördæmið lagði áherslu á að þrátt fyrir mikilvægi aðgerða vegna COVID-19 mætti ekki missa sjónar á langtímaþróunarmarkmiðum, sérstaklega heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem er ein stærsta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þá talaði kjördæmið fyrir mikilvægi þess að samþætta jafnréttissjónarmið í COVID-viðbragðsaðgerðum, en efnahagsleg og félagsleg áhrif koma oft hvað verst niður á viðkvæmum hópum, ekki síst konum og stúlkum. Í þessu samhengi má nefna að jafnréttisteymi bankans vinnur nú sérstaklega að því að stuðla að slíkri samþættingu. Að lokum lagði kjördæmið áherslu á mikilvægi þess að stuðningur Alþjóðabankans til þróunarríkja hefði að leiðarljósi „græna endurreisn“ til að tryggja að uppbygging samfélaga yrði með sjálfbærum hætti. Þróunarnefndin er sameiginleg ráðherranefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sinnir pólitískri stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu gagnvart stofnununum tveimur. Nefndin er skipuð 25 ráðherrum frá aðildarríkjum stofnananna, þ.e. einum ráðherra frá hverju kjördæmi í stjórn, ásamt formanni sem kosinn er af þróunarnefndinni. Hún hittist tvisvar á ári í tengslum við vorfundi og ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland átti sæti í þróunarnefndinni á árinu 2019 og flutti þá utanríkisráðherra Íslands ávarp fyrir hönd kjördæmisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent
Áskoranir í tengslum við COVID-19 faraldurinn og áhrif hans á fátækari ríki heims voru efst á baugi á fundi þróunarnefndar Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrr í dag. Ljóst er að mörg þróunarríki eru verr í stakk búin en aðrar þjóðir til að takast á við heilsufars-, efnahags- og félagslegar afleiðingar faraldursins þar sem heilbrigðis- og efnahagskerfi þeirra eru veikburða. David Malpass forseti Alþjóðabankans lagði ríka áherslu á mikilvægi þess að bankinn veitti fátækustu ríkjunum aðstoð og fagnaði því að brugðist hafi verið við ákalli Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um að tvíhliða lánveitendur veiti þróunarríkjum tímabundinn gjaldfrest á skuldum til að gefa þeim meira svigrúm til að bregðast við faraldrinum. Á fundinum flutti Dag Inge Ulstein, norski þróunarsamvinnuráðherrann, ávarp fyrir hönd kjördæmis Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem Ísland leiðir um þessar mundir. Geir H. Haarde aðalfulltrúi kjördæmisins tók einnig þátt í fundinum sem var að þessu sinni fjarfundur vegna COVID-19 ástandsins. Í yfirlýsingu fagnaði kjördæmið skjótum viðbrögðum Alþjóðabankans. Bankinn hefur nú þegar samþykkt verkefnaramma fyrir 14 milljarða Bandaríkjadala til að aðstoða þróunarríki og hyggst veita allt að 160 milljörðum Bandaríkjadala á næstu 15 mánuðum í frekari aðstoð. Kjördæmið lagði áherslu á að þrátt fyrir mikilvægi aðgerða vegna COVID-19 mætti ekki missa sjónar á langtímaþróunarmarkmiðum, sérstaklega heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og baráttunni gegn loftslagsbreytingum, sem er ein stærsta ógnin sem mannkynið stendur frammi fyrir. Þá talaði kjördæmið fyrir mikilvægi þess að samþætta jafnréttissjónarmið í COVID-viðbragðsaðgerðum, en efnahagsleg og félagsleg áhrif koma oft hvað verst niður á viðkvæmum hópum, ekki síst konum og stúlkum. Í þessu samhengi má nefna að jafnréttisteymi bankans vinnur nú sérstaklega að því að stuðla að slíkri samþættingu. Að lokum lagði kjördæmið áherslu á mikilvægi þess að stuðningur Alþjóðabankans til þróunarríkja hefði að leiðarljósi „græna endurreisn“ til að tryggja að uppbygging samfélaga yrði með sjálfbærum hætti. Þróunarnefndin er sameiginleg ráðherranefnd Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sinnir pólitískri stefnumörkun í alþjóðlegri þróunarsamvinnu gagnvart stofnununum tveimur. Nefndin er skipuð 25 ráðherrum frá aðildarríkjum stofnananna, þ.e. einum ráðherra frá hverju kjördæmi í stjórn, ásamt formanni sem kosinn er af þróunarnefndinni. Hún hittist tvisvar á ári í tengslum við vorfundi og ársfundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Ísland átti sæti í þróunarnefndinni á árinu 2019 og flutti þá utanríkisráðherra Íslands ávarp fyrir hönd kjördæmisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent