Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 20:10 Trump heldur ávarp sitt í Hvíta húsinu í kvöld. Vísir/getty Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti nú í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna faraldurs kórónuveiru. Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. Þessu greindi Trump frá í ávarpi sem sent var beint út frá Hvíta húsinu í kvöld. Forsetinn kvaðst lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Þá hvatti hann öll ríki Bandaríkjanna til að koma á fót neyðarmiðstöðvum í baráttu sinni við veiruna. Milljörðunum verður varið í ýmiss konar neyðaraðstoð í ríkjum Bandaríkjanna. watch on YouTube Í frétt Reuters segir að afar fátítt sé að neyðarástandi sé lýst yfir vegna smitsjúkdómafaraldurs í Bandaríkjunum. Úrræðinu var beitt árið 2000 í forsetatíð Bill Clinton vegna vesturnílarveirunnar (e. West Nile virus). Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og ummæli um hann síðustu daga. Hann hefur verið sakaður um að hafa dregið verulega úr alvarleika málsins og þá hefur lengi verið þrýst á hann að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Staðfest kórónuveirusmit í Bandaríkjunum eru um 1700 og dauðsföll af völdum veirunnar eru fjörutíu. Fyrr í vikunni kom Trump á ferðabanni frá Schengen-svæðinu í Evrópu til Bandaríkjanna vegna veirunnar. Bannið nær m.a. til Íslands og er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti nú í kvöld yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna faraldurs kórónuveiru. Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. Þessu greindi Trump frá í ávarpi sem sent var beint út frá Hvíta húsinu í kvöld. Forsetinn kvaðst lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Þá hvatti hann öll ríki Bandaríkjanna til að koma á fót neyðarmiðstöðvum í baráttu sinni við veiruna. Milljörðunum verður varið í ýmiss konar neyðaraðstoð í ríkjum Bandaríkjanna. watch on YouTube Í frétt Reuters segir að afar fátítt sé að neyðarástandi sé lýst yfir vegna smitsjúkdómafaraldurs í Bandaríkjunum. Úrræðinu var beitt árið 2000 í forsetatíð Bill Clinton vegna vesturnílarveirunnar (e. West Nile virus). Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við faraldrinum og ummæli um hann síðustu daga. Hann hefur verið sakaður um að hafa dregið verulega úr alvarleika málsins og þá hefur lengi verið þrýst á hann að lýsa yfir neyðarástandi í landinu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Staðfest kórónuveirusmit í Bandaríkjunum eru um 1700 og dauðsföll af völdum veirunnar eru fjörutíu. Fyrr í vikunni kom Trump á ferðabanni frá Schengen-svæðinu í Evrópu til Bandaríkjanna vegna veirunnar. Bannið nær m.a. til Íslands og er talið munu hafa víðtæk áhrif á samgöngur og efnahagslíf hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Fella niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli meðan ferðabannið er í gildi Isavia mun fella tímabundið niður notendagjöld á Keflavíkurflugvelli, að því er fram kemur í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 13. mars 2020 18:03
Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52