Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 23:02 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Nýja hurðin sprakk upp Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Fleiri fréttir Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Sjá meira
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10
Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52