Biður hóp ungmenna afsökunar vegna áreitis á tjaldsvæði á Selfossi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. maí 2020 22:14 Frá tjaldsvæðinu Gesthúsum. Facebook/Gesthús Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi. Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira
Elísabet Jóhannsdóttir, eigandi tjaldsvæðisins Gesthúsa á Selfossi, hefur beðið hóp ungmenna sem varð fyrir áreiti og aðkasti ungra manna á tjaldsvæðinu aðfaranótt laugardags afsökunar á viðbrögðum starfsmanns svæðisins þegar ungmennin kvörtuðu undan mönnunum. Þá er ungmennunum boðin full endurgreiðsla fyrir dvölina á tjaldsvæðinu. Afsökunarbeiðnin birtist í gær í yfirlýsingu Elísabetar á Facebook-síðu Gesthúsa. Þar segir að starfsmenn tjaldsvæðisins harmi atvikið „þegar fimm manna hópur ungra manna áreitti hóp ungmenna á tjaldsvæði Gesthúsa,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Fjallað var um málið á vef DV í gær og rætt við eina stúlkuna úr hópnum sem varð fyrir aðkastinu. Í frétt DV segir að ungmennin séu öll fædd árið 2001, fimm stelpur og einn strákur. Í samtali við DV segir stúlkan, sem kemur ekki fram undir nafni, að mennirnir hafi tjaldað nálægt þeim. Þeir hafi strax byrjað að spila tónlist hátt og að drekka áfengi. Á einum tímapunkti hafi mennirnir svo komið og farið að „böggast í þeim.“ „Þegar þeir voru búnir að koma tvisvar til okkar renndum við fyrir tjaldið svo þeir kæmu ekki inn. En það stoppaði þá ekki í að áreita okkur því einn þeir renndi upp tjaldinu og öskraði eitthvað inn í það, fór síðan um og sparkaði í tjaldið. Við vorum mjög stressuð því þeir voru blindfullir og öskrandi beint við hliðina á tjaldinu okkar,“ er haft eftir stúlkunni á DV. Hún segir að þau hafi kvartað þrívegis undan mönnunum við starfsmann tjaldsvæðisins en það eina sem hann gerði var að fara til ungu mannanna, segja þeim að það hefðu borist kvartanir um hávaða og biðja þá um að hafa lægra. Í yfirlýsingu Gesthúsa segir að öryggi gesta á tjaldsvæðinu hafi ávallt verið haft í hávegum. Það sé meðal annars ástæða þess að sólarhringsvakt sé á staðnum á sumrin svo gestir geti náð í starfsmann á svæðinu þegar eitthvað kemur upp á. „Þegar starfsmaður okkar fór til drengjanna að ræða við þá vegna kvartana sem höfðu borist, þá voru þeir afar kurteisir og náðu að fela raunverulega hegðun sína fyrir honum. Þegar litið er til baka og við heyrum upplifun þessa hóps sem dvaldi hjá okkur þá sjáum við mæta vel að ekki var brugðist rétt við. Ofbeldishótanir eru óboðlegar með öllu móti og hefði verið réttast að fá lögregluaðstoð þá og þegar. Það er því miður raunin að það koma fyrir uppákomur þar sem við bregðumst ekki nægilega vel við og notum við þau atvik til þess að læra af þeim og bæta þá þjónustu sem boðin er upp á hér á tjaldsvæðinu. Við viljum biðja hópinn sem varð fyrir aðkasti á tjaldsvæðinu innilegrar afsökunar og bjóðum fulla endurgreiðslu. Að lokum þá viljum við hvetja alla til að standa saman gegn ofbeldi og ekki vera smeyk við að fá lögregluaðstoð þegar ofbeldi er annars vegar,“ segir í yfirlýsingu Gesthúsa. Að því er fram kemur í frétt DV er málið komið inn á borð lögreglunnar á Suðurlandi.
Árborg Tjaldsvæði Mest lesið Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Fleiri fréttir Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Sjá meira