Titillinn blasir við Bayern eftir frumlegt mark Kimmich Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2020 18:25 Robert Lewandowski er markahæstur í þýsku úrvalsdeildinni. getty/Matthias Balk Bayern München tók stórt skref í átt að því að landa áttunda Þýskalandsmeistaratitlinum í röð þegar liðið vann toppslaginn við Dortmund á útivelli í dag, 1-0. Líkt og í öðrum leikjum eftir kórónuveiruhléið voru engir áhorfendur í þeim rúmlega 81.000 sætum sem í boði eru á Westfalenstadion en leikurinn var engu að síður nokkuð fjörugur. Eina markið kom hins vegar skömmu fyrir hálfleik þegar að Joshua Kimmich fékk boltann við vítateigsbogann og skoraði með afar sniðugri og góðri vippu yfir Roman Bürki sem hefði þó átt að geta gert betur í marki heimamanna. Erling Braut Haaland byrjaði leikinn í fremstu víglínu Dortmund en tókst ekki að koma boltanum í netið, ekki frekar en liðsfélögum hans þó að leikurinn væri nokkuð jafn. Norðmaðurinn fór meiddur af velli eftir rúmlega 70 mínútna leik. Bayern er nú með 64 stig á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Dortmund þegar liðin eiga sex leiki eftir hvort. RB Leipzig er í 3. sæti með 54 stig. Þýski boltinn
Bayern München tók stórt skref í átt að því að landa áttunda Þýskalandsmeistaratitlinum í röð þegar liðið vann toppslaginn við Dortmund á útivelli í dag, 1-0. Líkt og í öðrum leikjum eftir kórónuveiruhléið voru engir áhorfendur í þeim rúmlega 81.000 sætum sem í boði eru á Westfalenstadion en leikurinn var engu að síður nokkuð fjörugur. Eina markið kom hins vegar skömmu fyrir hálfleik þegar að Joshua Kimmich fékk boltann við vítateigsbogann og skoraði með afar sniðugri og góðri vippu yfir Roman Bürki sem hefði þó átt að geta gert betur í marki heimamanna. Erling Braut Haaland byrjaði leikinn í fremstu víglínu Dortmund en tókst ekki að koma boltanum í netið, ekki frekar en liðsfélögum hans þó að leikurinn væri nokkuð jafn. Norðmaðurinn fór meiddur af velli eftir rúmlega 70 mínútna leik. Bayern er nú með 64 stig á toppi deildarinnar, sjö stigum á undan Dortmund þegar liðin eiga sex leiki eftir hvort. RB Leipzig er í 3. sæti með 54 stig.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“