„Ég segi þeim að svartur maður sé að ógna lífi mínu“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2020 12:22 Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. Konan hefur verið sett í leyfi í vinnu sinni og gaf frá sér hund sinn vegna ásakana um dýraníð. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti í gær myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Málið hefur verið sett sérstaklega í samhengi við dauða Ahmaud Arbery, sem var skotinn til bana þar sem hann var að skokka í Georgíu. Amy Cooper hefur verið sökuð um að vopnvæða lögregluna. „Við lifum á tímum Ahmaud Arbery þar sem svartir menn eru skotnir niður vegna ályktana um svarta menn, svart fólk, og ég ætla ekki að taka þátt í því,“ sagði Christian Cooper við NBC News. Í samtali við CNN segist Amy ekki vera rasisti og að ætlun hennar hafi ekki verið að meiða eða særa Christian á nokkurn hátt. „Ég held ég hafi bara verið hrædd. Þegar þú ert ein í Ramble, veit maður ekki hvað getur ekki gerst. Það er ekki afsökun. Þetta er óverjanlegt,“ sagði hún. Eftir að Amy Cooper setti ól á hundinn þakkaði Christian henni fyrir og slökkti á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún segist nú átta sig á því að það sé ekki á færi allra að líta til lögreglunnar varðandi vernd. Amy hafði tekið að sér umræddan hund nokkrum dögum áður. Fjölmargir hafa sakað hana um dýraníð vegna þess hve hún þrengdi að hálsól hundsins á myndbandinu. Abandoned Angels Cocker Spaniel Rescue, samtökin sem hún fékk hundinn hjá, segja Amy hafa skilað honum. Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Myndband af hvítri konu hóta því að siga lögreglunni á svartan mann sem bað hana um að setja ól á hund sinn í New York hefur valdið miklu fjaðrafoki undanfarinn sólarhring. Konan hefur verið sett í leyfi í vinnu sinni og gaf frá sér hund sinn vegna ásakana um dýraníð. Konan, sem heitir Amy Cooper, hefur beðist afsökunar og segist hafa brugðist of harkalega við því þegar Christian Cooper, sem er ekki skyldur henni, ræddi við hana. Christian Cooper var við fuglaskoðun í Central Park í New York í sérstökum hluta garðsins sem kallast Ramble. Þar er lausaganga hunda alfarið bönnuð vegna umfangsmikils dýralífs. Hann birti í gær myndband af hluta samskipta hans við Amy Cooper þar sem hún segir meðal annars að hún ætli að segja lögreglunni að svartur maður sé að ógna lífi hennar. Christian segir að einu samskipti þeirra fyrir það hafi verið á þá leið að hann hafi beðið hana um að setja ól á hundinn, því það sé gegn reglunum að hann gangi laus. Hún hafi sagt nei og þá hafi hann kallað hundinn til sín. Hann segir hana hafa brugðist reiða við því. Málið hefur verið sett sérstaklega í samhengi við dauða Ahmaud Arbery, sem var skotinn til bana þar sem hann var að skokka í Georgíu. Amy Cooper hefur verið sökuð um að vopnvæða lögregluna. „Við lifum á tímum Ahmaud Arbery þar sem svartir menn eru skotnir niður vegna ályktana um svarta menn, svart fólk, og ég ætla ekki að taka þátt í því,“ sagði Christian Cooper við NBC News. Í samtali við CNN segist Amy ekki vera rasisti og að ætlun hennar hafi ekki verið að meiða eða særa Christian á nokkurn hátt. „Ég held ég hafi bara verið hrædd. Þegar þú ert ein í Ramble, veit maður ekki hvað getur ekki gerst. Það er ekki afsökun. Þetta er óverjanlegt,“ sagði hún. Eftir að Amy Cooper setti ól á hundinn þakkaði Christian henni fyrir og slökkti á upptökunni. Hann var farinn þegar lögregluþjóna bar að garði. Hún segist nú átta sig á því að það sé ekki á færi allra að líta til lögreglunnar varðandi vernd. Amy hafði tekið að sér umræddan hund nokkrum dögum áður. Fjölmargir hafa sakað hana um dýraníð vegna þess hve hún þrengdi að hálsól hundsins á myndbandinu. Abandoned Angels Cocker Spaniel Rescue, samtökin sem hún fékk hundinn hjá, segja Amy hafa skilað honum.
Bandaríkin Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira