Bretar sagðir ætla að koma á samkomubanni Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 09:56 Tómlegt var um að litast á Leicester-torgi í miðborg Lundúna í gær. Vísir/EPA Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Fjöldasamkomur verða bannaðar til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar á Bretlandi í næstu viku. Stórviðburðum og íþróttaviðburðum hefur meðal annars verið frestað eða aflýst vegna heimsfaraldursins nú þegar. Bresk stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast ekki nógu ákveðið við faraldrinum. Fram að þessu hefur ríkisstjórnin ekki gripið til aðgerða sem önnur ríki hafa beitt gegn veirunni, þar á meðal samkomubanns. Nú hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildum sínum innan bresku ríkisstjórnarinnar að ráðherrar séu að leggja drög að því að taka fyrir ýmsar tegundir opinberra viðburða, þar á meðal fjöldasamkoma, í samráði við vísindaráðgjafa og lækna. Lagafrumvarp verði lagt fram í næstu viku sem gefi ríkisstjórninni heimild til að banna samkomur og bæta samtökum og fyrirtækjum tjónið. Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu frestaði öllum leikjum þangað til í apríl í gær og þá var Lundúnamaraþoninu frestað sömuleiðis. Elísabet drottning afboðaði sig á samkomur sem eru fyrirhugaðar í næstu viku. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur einnig frestað sveitarstjórnar- og borgarstjórakosningum sem áttu að fara fram á Englandi í maí um ár. Skoska heimastjórnin hafði áður mælst til þess að hætt yrði við allar samkomur fimm hundrað manns eða fleiri. Óttast áhrifin á veitinga- og hótelgeirann Samtök breskra veitingastaða og hótela vara stjórnvöld nú við því að fjöldi starfa á hótelum, kaffihúsum og veitingastöðum eigi eftir að tapast af völdum kórónuveirufaraldursins áður en maímánuður rennur upp hlaupi þau ekki undir bagga með iðnaðinum. Í bréfi sem þau rituðu Rishi Sunak, fjármálaráðherra, lýsa þau faraldrinum sem ógn við tilvist iðnaðarins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þau vilja meðal annars fá heimild til þess að segja starfsfólki upp tímabundið til að bregðast við hrapandi eftirspurn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira