Séra Skírnir íhugar málaferli gegn biskupi Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 07:04 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands. Vísir/Baldur Séra Skírnir Garðarsson íhugar að stefna þjóðkirkjunni eða Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna þjónustuloka hans sem prests. Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Skírnir Garðarsson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Skírnis, að verið sé að skoða hvort stefna eigi þjóðkirkjunni, biskupi eða báðum vegna málsins. Í Fréttablaðinu segir einnig að Skírnir hafi krafist þess fyrr í mánuðinum að fá að snúa aftur til starfa. Í kröfubréfi Skírnis segist hann iðrast þess að hafa „brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum“. Í lok apríl gaf Biskupsstofa út yfirlýsingu um mál Skírnis þar sem því var alfarið neitað að brotið hafi verið á honum með uppsögninni. Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við skjólstæðinga „Rjúfi prestur trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs- og siðareglur presta.“ Þetta segir í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni um trúnaðarskildu presta en umræða fór af stað um hana vegna ásakana Skírnis Garðarsonar prests á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 13. apríl 2020 17:09 Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Skírnir Garðarson prestur segir sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju. 11. apríl 2020 23:31 Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Séra Skírnir Garðarsson íhugar að stefna þjóðkirkjunni eða Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup, vegna þjónustuloka hans sem prests. Skírni var vikið úr starfi í apríl fyrir brot á trúnaðarskyldu presta og starfs- og siðareglum þeirra. Það var vegna ummæla hans um konu sem sökuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Skírnir Garðarsson. Í samtali við Fréttablaðið segir Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður Skírnis, að verið sé að skoða hvort stefna eigi þjóðkirkjunni, biskupi eða báðum vegna málsins. Í Fréttablaðinu segir einnig að Skírnir hafi krafist þess fyrr í mánuðinum að fá að snúa aftur til starfa. Í kröfubréfi Skírnis segist hann iðrast þess að hafa „brotið trúnað gagnvart kirkjunni og skjólstæðingi mínum“. Í lok apríl gaf Biskupsstofa út yfirlýsingu um mál Skírnis þar sem því var alfarið neitað að brotið hafi verið á honum með uppsögninni. Þetta er í annað sinn sem Skírnir er vikið frá störfum. Í lok árs 2015 var honum vikið frá störfum í Lágafellssókn og það vegna máls sem rekja má til samskipta hans og „bakvarðarins“. Konan hafði þegið fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju árið 2013 þegar hann var prestur í sókninni. Skírnir grunaði að konan hefði falsað pappíra í umsókn sinni og ræddi við félagsmálastjóra Mosfellsbæjar um að sjá gögn sem sneru að henni. Konan kærði hann fyrir brot á persónuverndarlögum, ásamt starfsmanni Mosfellsbæjar, eftir að hann lét kanna hvort hún segði rétt frá.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við skjólstæðinga „Rjúfi prestur trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs- og siðareglur presta.“ Þetta segir í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni um trúnaðarskildu presta en umræða fór af stað um hana vegna ásakana Skírnis Garðarsonar prests á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 13. apríl 2020 17:09 Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Skírnir Garðarson prestur segir sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju. 11. apríl 2020 23:31 Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Trúnaðarskylda presta hornsteinn í sambandi þeirra við skjólstæðinga „Rjúfi prestur trúnaðarskyldu gagnvart einhverjum skjólstæðingi sínum er það alvarlegt mál sem varðar við starfs- og siðareglur presta.“ Þetta segir í tilkynningu frá Þjóðkirkjunni um trúnaðarskildu presta en umræða fór af stað um hana vegna ásakana Skírnis Garðarsonar prests á hendur konunnar sem grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. 13. apríl 2020 17:09
Prestur fylltist áhyggjum þegar hann sá bakvörðinn á fréttamyndum í þyrlunni Skírnir Garðarson prestur segir sömu konu og grunuð er um skjalafals í bakvarðasveit á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík, hafa beitt svikum til þess að fá fjárhagsaðstoð úr líknarsjóði Lágafellskirkju. 11. apríl 2020 23:31
Kirkjan stendur á sínu í máli séra Skírnis Biskupsstofa segir misskilnings eða rangfærslna hafa gætt í umfjöllun um mál séra Skírnis Garðarssonar, sem var rekinn úr starfi sínu sem héraðsprestur á Suðurlandi í síðustu viku. 28. apríl 2020 08:53