Heilsulaus í boði Reykjavíkurborgar Jónína Sigurðardóttir skrifar 27. maí 2020 09:01 Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Rómur Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið sunnudagskvöld birtist viðtal við dóttur mína, þar ræddi hún um bréf sem hún sendi nýverið til umboðsmanns barna. Ástæðan fyrir bréfinu til umboðsmanns barna er sú að dóttir mín hefur fundið fyrir miklum einkennum sem rekja má til raka- og loftgæðaskemmda í húsnæði Fossvogsskóla. Einkennin lýsa sér helst í þrálátum höfuðverkjum. Afleiðingarnar koma oft á tíðum í veg fyrir að hún geti stundað tómstundir og verið með vinum eftir skóla. Einkennin hafa þar að auki leitt til minni áhuga á mætingu í skólann af ótta við að fá mikla verki. Þessi staða hefur haft slæm áhrif á líðan hennar, andlega og líkamlega. Ég er orðin gjörsamlega ráðþrota. Við höfum leitað til lækna, sjúkraþjálfara, augnlæknis, leitað álits hjá sálfræðingi og sérfræðings í tannréttingum til þess að reyna að komast til botns í því hvað veldur verkjunum. Ekkert hefur komið út úr heimsóknum til fjölda ólíkra sérfræðinga. Að eiga barn sem glímir við slæm einkenni sem þessi er íþyngjandi og erfitt. Hins vegar er sú glíma sem við foreldrar höfum þurft að eiga við Reykjavíkurborg ekkert minna íþyngjandi ofan á allt. Okkur var lofað að húsnæðið yrði ekki opnað að nýju fyrr en fram hefði farið heildstæð úttekt á skólanum eftir að fyrst var farið í framkvæmdir vegna myglu og rakaskemmda. Sú sjálfsagða úttekt á húsnæðinu sem lofað var hefur enn ekki verið gerð og skólinn verið opinn síðan sl. haust. Þrátt fyrir fögur fyrirheit í fyrstu er staðan orðin sú að fulltrúar borgarinnar sjá sér ekki einu sinni lengur fært að svara áhyggjufullum foreldrum sem óttast um heilsu barna sinna. Málið er mjög alvarlegt. Börnin sem hafa veikst munu bera merki þess alla æfi og með vanhæfni borgarinnar í málinu er þeim sýnd vanvirðing. Foreldrafélag Fossvogsskóla hefur ráðið sér lögfræðing til þess að reyna að knýja fram svör við spurningum sem fulltrúum borgarinnar ber skylda að svara. Enginn samráðsvettvangur hefur verið settur á laggirnar milli foreldra barna í Fossvogsskóla og yfirvalda. Að foreldrafélag grunnskóla þurfi að ráða sér lögfræðing sýnir kannski í hvaða hnút Reykjavíkurborg er komin með málið. Kröfur foreldra skólans eru sjálfsagðar en meðal annars hefur verið fram á að: fram fari úttekt á húsnæði skólans af óháðum sérfræðingi, öðrum en Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að fá staðfestingu á því að allt rakaskemmt efni hafi verið fjarlægt úr húsnæðinu að stofnaður verði samráðsvettvangur fyrir foreldra, starfsfólk og borgina að unnin verði viðbragðsáætlun vegna veikinda og barna og starfsfólks Fyrir rúmu ári skrifaði ég grein sem birtist á vísi.is um málið. Þar fór ég yfir ástandið og hversu gáttuð ég var og er enn á stöðunni. Ég hef enn ekki fengið svör við spurningum sem ég spurði að þá og er enn gáttuð á pólitískum útúrsnúningi borgaryfirvalda. Ég veit ekki hvort beðið sé eftir að málið fjari út eins og oft verður með mál sem koma á borð borgarinnar, ljóst er að borgin þarf að fara í sjálfsskoðun og skoða vandlega alla þá þætti sem hefðu betur mátt fara. Reykjavíkurborg hefur brugðist börnunum og starfsfólki í Fossvogsskóla. Viðbrögð vegna viðtalsins hafa verið hvetjandi og jákvæð. Einhugur virðist vera um þá einkennilegu staðreynd að 11 ára gamalt barn sjái sig knúið til þess að skrifa umboðsmanni barna bréf og koma fram í fréttum því fullorðna fólkið vinnur ekki vinnuna sína. Hvernig væri staðan í dag hefði verið farið strax í óháða úttekt á skólahúsnæðinu eftir síðustu framkvæmdir? Hvernig væri staðan í dag hefðu foreldrar, starfsmenn og börn samráðsvettvang við borgina um málið? Hvernig væri ef borgaryfirvöld leyfðu heilsu barna að njóta vafans? Höfundur er meistaranemi í uppeldis- og menntunarfræðum og ráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar